Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Síða 30

Andvari - 01.01.2017, Síða 30
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 29 til þess að tengja með fullum myndugleika forna atburði íslenzkrar sögu við atburði 15. aldar“. Hann virðist í fyrstu hafa verið sannfærður um að kortið væri ófalsað: „Yale-kortið staðfestir óvefengjanlega, að hin íslenzk-norska landfræðiþekking er orðin alþjóðleg í Evrópu um miðja 15. öld. ... Yale-kortið ætti að vera þeim mönnum áminning, sem gjarnt er að vefengja fornar og góðar heimildir, íslenzkar og erlend- ar.“63 Björn tók yfirleitt fagnandi nýjum hugmyndum og kenningum í fræðigrein sinni en aðhylltist jafnframt strangt mat á „svonefndum staðreyndum“. Honum þótti því mikið til um náttúrunafnakenningu Þórhalls Vilmundarsonar en hafði ekki mikla trú á heimildagildi Íslendingasagna.64 Að þessu sinni varð hann þó að draga í land. Vínlandskortið reyndist ekki sá happafengur sem hann hafði gert sér vonir um. Fljótlega fóru að heyrast efasemdaraddir, og hefur rökföst og yfirveguð grein Haralds Sigurðssonar bókavarðar um Vínlandskortið í tímaritinu Sögu tveimur árum síðar líklega kveðið endanlega niður sannfæringu Björns um trúverðugleika þess.65 Árið 1970 kom út bókin Enska öldin í sögu Íslendinga. Þar dró Björn saman í eina heild helstu niðurstöður rannsókna sinna á umliðnum árum og lýsti þeim frá víðara sjónarhorni en hann hafði áður gert. Rit þetta var samþykkt til doktorsvarnar, og fór hún fram laugardaginn 26. júní 1971 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Doktorsritið var ætlað almennum lesendum ekkert síður en fræðasamfélaginu, og sá höfundur ástæðu til að biðja þá velvirðingar á því að hafa ekki skrifað „skemmtilegri bók um jafnhugtækt efni“. Hann heldur áfram aðfinnslum sínum við eigið verk: „Hún [bókin] er að nokkru á milli vita eins og við Íslendingar, fullnægir hvorki kröfum um frjálsa efnismeðferð né sparðatíning og rígskoðun [svo] við heimildir.“66 Ritdómari Morgunblaðsins tók undir þessi orð, því að texti bókarinnar væri „fræðilegur, þurr og hreint eng- inn afþreyingarlestur“.67 Annar andmælenda við doktorsvörnina, Lars Hamre prófessor frá Ósló, var hins vegar á öndverðum meiði, sagði að Björn skrifaði léttan og góðan stíl, svo að hann hefði haft gaman af því að lesa bókina.68 Víst er að Birni var ekki tamt að flækja mál sitt, hann skrifaði hraðan og snarpan stíl og var djarfari á fullyrðingar en búast mætti við í fræðiriti sem þessu, enda þótti honum „úrdráttarstíll þreytandi og leiðinlegur“, eins og hann komst sjálfur að orði.69 Hann gerði sér skýra grein fyrir annmörkum sagnfræðinnar en sagði að þeir yrðu ekki leystir með smásmygli og sparðatíningi úr heimildum:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.