Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 32

Andvari - 01.01.2017, Page 32
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 31 Yfirlitsrit um sögu Íslands Bækurnar tvær, Íslenzka þjóðveldið og Íslenzka skattlandið, voru skrifaðar út frá tilteknum pólitískum sjónarhóli og þess vegna ann- mörkum háðar, sérstaklega sem handbækur eða til kennslu. Þar að auki var Björn sífellt að endurskoða fyrri hugmyndir og fá nýja sýn á söguna, svo að hann taldi fulla þörf á að taka þráðinn upp að nýju og halda áfram þar sem frá var horfið. Afraksturinn var Ný Íslandssaga. Þjóðveldisöld sem kom út árið 1966. Þetta nýja ritverk var hugsað bæði til kennslu og sem „handbók í sögu íslenzka þjóðveldisins“. Byrjað er á því að kynna hugtakið saga og helstu hjálpargreinar hennar, og síðan beitir höfundur sömu aðferð og í fyrri bók sinni um íslenska þjóðveldið, lýsir jarðmyndun og nátt- úrufari Íslands í aldanna rás, þar til fyrstu landnemarnir stíga á land og sögulegur tími hefst. Þessa aðferð réttlætir höfundur með þeim rökum að íslensk þjóðarsaga sé svo „samofin og ákvörðuð af vettvangi atburðanna, að hún verður ekki skilin til neinnar hlítar án rækilegrar þekkingar á náttúru landsins“.74 Í lok bókar kveðst höfundur gera sér vonir um að geta fylgt henni eftir með öðru bindi sem næði yfir tíma- bilið frá 1262 til 1550. Það gekk eftir. Árið 1978 kom út Íslensk mið- aldasaga sem reyndar tekur til alls tímabils fyrra bindis og nær fram yfir lok siðaskipta. Eins og Björns var háttur endurskoðaði hann ýmis- legt af því sem hann hafði áður sagt og skrifað. Tímaskeiðin hafa feng- ið ný heiti. Í stað „þjóðveldisaldar“ er nú komin „goðaveldisöld“ (930– 1262/64) og öld hirðar og aðalsveldis er nú skipt upp í tvö tímabil, „norsku öldina“ (1264–1400) og „ensku öldin“ (1400–1533). Efnistökin eru ekki hin sömu í síðara bindinu, jafnvel þó að fjallað sé um sama efni, en báðar eiga bækurnar það sammerkt að leggja meiri áherslu á að skilgreina og lýsa innviðum samfélagsins og félagslegu umhverfi fólksins en að rekja rás atburða og dvelja við stórmenni. Stíllinn er yfirleitt knappur og afdráttarlaus og einatt hnyttinn: Það var eins og guð og menn legðust á eitt um það að gera Íslendingum lífið erfitt eftir siðaskipti, og þeir leituðu sér huggunar í lúterskum rétttrúnaði og brennivíni sem barst fyrst til landsins á 16. öld. Til samræmis við aldarfarið eru passíusálmar og píslarsaga geðtruflaðs prests klassik íslenskra bókmennta á 17. öld.75 Tvö önnur yfirlitsrit samdi Björn, annað þeirra ætlað dönskum les- endum. Það átti sér langan aðdraganda. Árið 1957 fór Björn á sagn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.