Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 36

Andvari - 01.01.2017, Page 36
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 35 skildi, héldu þeir bréfasambandi sín á milli fram undir lok árs 1952, en þá hættu skyndilega að berast bréf frá Lénharði í Slóvakíu. En áhugi Björns var vaknaður. Í júlí 1955 var haldin umfangsmikil vörusýning í Reykjavík á vegum verslunarráða Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu. Af því tilefni skrifaði Björn fróðlega grein í Þjóðviljann um atvinnuhætti og menningarlíf Tékkóslóvakíu.81 Sama ár gekkst hann fyrir stofnun Tékknesk-íslenska félagsins. Að ári liðnu var Björn kominn til Tékkóslóvakíu í boði menntamála- ráðuneytisins í Prag.82 Á flugstöðinni beið hans öldruð kona, fremur stórskorin, með eins konar ljósmóðurtösku í annarri hendi og vænan bunka af Svenska Dagbladet undir hinni. Hún starfaði í menntamála- ráðuneytinu og mun hafa verið yfirmaður þeirrar deildar sem sá um menningarsambönd ríkisins við Norðurlönd. Síðar í ferðinni fór hann með járnbrautarlest til Bratislava, stærstu borgar Slóvakíu, og þar beið hans einkabílstjóri og ungur maður sem átti að vera leiðsögumaður hans og hjálparkokkur. Alls staðar var honum sýnd mikil vinsemd, en ekki tókst honum að hafa uppi á ljónharða vini sínum þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan.83 Þegar heim var komið, taldi Björn sig standa í þakkarskuld við gestgjafa sína og gerðist eindreginn talsmaður tékk- neskrar þjóðmenningar og stjórnarfars. Fyrir vikið varð hann öðru hverju að þola ádrepur manna á hægri væng stjórnmálanna.84 Tékknesk-íslenska félagið beitti sér einkum fyrir menningarsam- skiptum landanna beggja. Það gekkst m.a. fyrir sýningu á tékkneskri málaralist í Ásmundarsal sumarið 1961, sýndar voru tékkneskar kvik- myndir og einnig fékk félagið íslenska útgefendur til að senda ár- lega íslenskar bækur til háskóla og annarra stofnana í Tékkóslóvakíu. Sumarið 1959 fór héðan lítill hópur ungmenna ásamt fararstjóra til sumardvalar í landinu, og á sama tíma komu hingað til lands unglingar frá Tékkóslóvakíu í sömu erindum. Nokkrar slíkar ferðir voru farnar frá Íslandi næstu sumur.85 Björn Þorsteinsson tengdist fleiri félögum, enda áhugamálin fjöl- breytileg. Fuglaverndarfélag Íslands var stofnað 12. janúar 1963. Fjórum mánuðum síðar efndi það til fuglaskoðunarferðar á Hafnarberg og víðar um Reykjanesskaga, og var Björn Þorsteinsson fararstjóri. Árið eftir var hann kominn í stjórn félagsins og sat þar um skeið sem ritari þess.86 Nafni hans bregður einnig fyrir í innrammaðri dagblaðsauglýs- ingu með fyrirsögninni Edda (með feitu letri). Þar er skýrt frá stofn- fundi félags „til styrktar rannsóknum á fornmenningu Íslendinga“, og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.