Andvari - 01.01.2017, Síða 36
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 35
skildi, héldu þeir bréfasambandi sín á milli fram undir lok árs 1952, en
þá hættu skyndilega að berast bréf frá Lénharði í Slóvakíu. En áhugi
Björns var vaknaður. Í júlí 1955 var haldin umfangsmikil vörusýning í
Reykjavík á vegum verslunarráða Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu. Af
því tilefni skrifaði Björn fróðlega grein í Þjóðviljann um atvinnuhætti
og menningarlíf Tékkóslóvakíu.81 Sama ár gekkst hann fyrir stofnun
Tékknesk-íslenska félagsins.
Að ári liðnu var Björn kominn til Tékkóslóvakíu í boði menntamála-
ráðuneytisins í Prag.82 Á flugstöðinni beið hans öldruð kona, fremur
stórskorin, með eins konar ljósmóðurtösku í annarri hendi og vænan
bunka af Svenska Dagbladet undir hinni. Hún starfaði í menntamála-
ráðuneytinu og mun hafa verið yfirmaður þeirrar deildar sem sá um
menningarsambönd ríkisins við Norðurlönd. Síðar í ferðinni fór hann
með járnbrautarlest til Bratislava, stærstu borgar Slóvakíu, og þar beið
hans einkabílstjóri og ungur maður sem átti að vera leiðsögumaður
hans og hjálparkokkur. Alls staðar var honum sýnd mikil vinsemd,
en ekki tókst honum að hafa uppi á ljónharða vini sínum þrátt fyrir
ítrekaða eftirgrennslan.83 Þegar heim var komið, taldi Björn sig standa
í þakkarskuld við gestgjafa sína og gerðist eindreginn talsmaður tékk-
neskrar þjóðmenningar og stjórnarfars. Fyrir vikið varð hann öðru
hverju að þola ádrepur manna á hægri væng stjórnmálanna.84
Tékknesk-íslenska félagið beitti sér einkum fyrir menningarsam-
skiptum landanna beggja. Það gekkst m.a. fyrir sýningu á tékkneskri
málaralist í Ásmundarsal sumarið 1961, sýndar voru tékkneskar kvik-
myndir og einnig fékk félagið íslenska útgefendur til að senda ár-
lega íslenskar bækur til háskóla og annarra stofnana í Tékkóslóvakíu.
Sumarið 1959 fór héðan lítill hópur ungmenna ásamt fararstjóra til
sumardvalar í landinu, og á sama tíma komu hingað til lands unglingar
frá Tékkóslóvakíu í sömu erindum. Nokkrar slíkar ferðir voru farnar
frá Íslandi næstu sumur.85
Björn Þorsteinsson tengdist fleiri félögum, enda áhugamálin fjöl-
breytileg. Fuglaverndarfélag Íslands var stofnað 12. janúar 1963. Fjórum
mánuðum síðar efndi það til fuglaskoðunarferðar á Hafnarberg og
víðar um Reykjanesskaga, og var Björn Þorsteinsson fararstjóri. Árið
eftir var hann kominn í stjórn félagsins og sat þar um skeið sem ritari
þess.86 Nafni hans bregður einnig fyrir í innrammaðri dagblaðsauglýs-
ingu með fyrirsögninni Edda (með feitu letri). Þar er skýrt frá stofn-
fundi félags „til styrktar rannsóknum á fornmenningu Íslendinga“, og