Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 41

Andvari - 01.01.2017, Page 41
40 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI Keflavíkurflugvelli, en í stað þeirra fengju stjórnvöld í Bandaríkjunum heimild til að nota flugvöllinn tímabundið með borgaralegu starfs- liði vegna skuldbindinga sinna við herstjórn og eftirlit í Þýskalandi. Um samning þennan urðu mjög hörð skoðanaskipti í samfélaginu, og töldu andstæðingar hans hættu á að með honum yrði þjóðin ofurseld Bandaríkjamönnum til frambúðar. Prófessorinn tók undir það að mikil- vægt væri að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar, en hann velti því fyrir sér hvort varúðin hefði ekki gengið út í slíkar öfgar að hún væri orðin næsta sjúkleg. Við mættum ekki einblína svo mjög á stjórnarfars- legt sjálfstæði landsins að aðrir hyrningarsteinar þess yrðu vanræktir. Engin erlend þjóð hefði greitt eins vel fyrir sjálfstæðismáli Íslendinga og Bandaríkjamenn, bæði með því að viðurkenna fyrst eindregnast stjórnarfarslegt sjálfstæði þeirra og með því að láta þá njóta víðtækra hlunninda um verslun og viðskipti á ófriðartímanum. Íslendingar yrðu að kosta kapps um að njóta áfram vináttu Bandaríkjamanna og ann- arra þjóða, því að þannig styrktu þeir fjárhagslegar undirstöður sínar. Pólitískar ákvarðanir, svo sem um landamæri, siglingaleiðir, hermál og öryggismál, stefndu öll að þessu sama marki. Menningarstofnanir nytu síðan góðs af auknum fjárráðum ríkisins, og fyrir vikið stæðu allar meginstoðir sjálfstæðis okkar traustum fótum.97 Björn beitir allri sinni orðfimi við að kveða prófessorinn í kútinn og svarar honum fullum hálsi bæði með háðsglósum og af skapheitri vand- lætingu. Hann er rökfastur í málflutningi sínum en jafnframt stóryrtur og sakar prófessorinn um að ganga erinda þeirrar stéttar, „er helst mun svipa til Faríseanna fornu í hinu helga Kanaan“. Slíkir menn geti stuðlað að því að almenningur láti undan ásælni, yfirgangi og rangsleitni ann- arra og hlúi þannig að spillingaröflunum í heiminum. Meginniðurstaða Björns er sú að með flugvallarsamningnum hafi erlendu hervaldi verið gefið tækifæri til að reka Keflavíkurflugvöll að eigin geðþótta og við það hafi þjóðin verið svipt að nokkru fullveldi sínu og sjálfstæði. Í lok greinar fær prófessorinn þennan vitnisburð frá nemanda skólans: Grútartírum skinseminnar hefur brugðið upp firir Magnúsi öðru hverju, er hann reit greinina, en margt, sem hann segir, er þess eðlis, einsog hér hefur verið sínt, að fáir munu telja það bera vitni um mikil higgindi og skarpar gáfur. Ef til vill ber greinin vitni um góða eðlisgreind, en dálitla forheimskun.98 Þessi hvassyrti dómur yfir Magnúsi Jónssyni prófessor kemur nokk- uð á óvart í ljósi þess sem Björn sagði síðar um þennan sama mann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.