Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2017, Side 50

Andvari - 01.01.2017, Side 50
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 49 landsins og kuldinn heillaði suma útlendingana, þýskumælandi fólk nefndi Nonnabækurnar, aðrir fámennið, ævintýraþrá og löngunina til að kanna ókunnar slóðir. Yfirleitt gerðu ferðamennirnir sér ekki háar hugmyndir um land og þjóð og kæmu hingað fremur til að reyna á sig en njóta þæginda. Eigi að síður gerðu þeir nokkrar lágmarkskröfur til Íslendinga sem gestgjafa og siðmenntaðrar þjóðar, allra helst um við- unandi þjónustu og þrifnað. Þar þyrftu Íslendingar að taka sig rækilega á, og eru mörg dæmi tilfærð því til sönnunar í greininni. Björn taldi Íslendinga ekki á réttri leið í málefnum ferðaþjónust- unnar. Þeir kveiktu falskar vonir í brjóstum ferðamanna með auglýs- ingaskrumi, svo að margir þeirra færu héðan vonsviknir heim á leið og bæru okkur ekki vel söguna. Hvað var þá til ráða? Björn hafði svar við því: Eins og sakir standa, held ég, að við ættum að auglýsa Ísland sem eina land álfunnar án næturklúbba, lúxushótela og steinsteyptra vega, en land óspilltrar náttúru, þar sem náttúruöflin reka enn opinbera tilraunastöð, opinber sóða- skapur og hirðuleysi ríkir, en mikill einkaþrifnaður og gestrisni. Við myndum fá hingað alls konar náttúruskoðara, menntamenn, sérvitringa og fólk, sem er orðið leitt á prjáli stórborga og baðstaða, og það er til mikill fjöldi af slíku fólki.133 Mikið vatn hefur til sjávar runnið frá því að þessi orð voru rituð, og getur hver og einn velt því fyrir sér hvort íslenskri ferðaþjónustu væri nú betur komið, ef landsmenn hefðu farið að ráðum Björns. Snemma í ágústmánuði 1960 fór stór hópur ferðamanna, alls um sextíu manns, frá Íslandi til Grænlands og dvaldist þrjá daga á sögu- slóðum Eiríks rauða í Eystribyggð. Eitthvað mun hafa gengið brösu- lega að fá ferða- og landvistarleyfi fyrir svo stóran hóp Íslendinga, og voru getgátur um að Danir væru gramir Íslendingum fyrir að krefjast réttinda á Grænlandi í krafti fornra heimilda.134 Í blaðagrein um þessa ferð er sagt frá því að margir hafi lagt sig fram um að leysa málið, eng- inn þó eins og Þórhallur Vilmundarson menntaskólakennari sem hafi um langt árabil haft mikinn áhuga á því að Íslendingar tækju af sögu- legum ástæðum upp eins konar pílagrímsferðir til Grænlands. Hann hafi ekki látið sér nægja bréfaskriftir einar til danskra embættismanna heldur farið sjálfur til Kaupmannahafnar til að freista þess að fá leyfi fyrir Grænlandsferðinni. Það var því fyrir forgöngu hans og einnig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.