Andvari - 01.01.2017, Page 50
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 49
landsins og kuldinn heillaði suma útlendingana, þýskumælandi fólk
nefndi Nonnabækurnar, aðrir fámennið, ævintýraþrá og löngunina til
að kanna ókunnar slóðir. Yfirleitt gerðu ferðamennirnir sér ekki háar
hugmyndir um land og þjóð og kæmu hingað fremur til að reyna á sig
en njóta þæginda. Eigi að síður gerðu þeir nokkrar lágmarkskröfur til
Íslendinga sem gestgjafa og siðmenntaðrar þjóðar, allra helst um við-
unandi þjónustu og þrifnað. Þar þyrftu Íslendingar að taka sig rækilega
á, og eru mörg dæmi tilfærð því til sönnunar í greininni.
Björn taldi Íslendinga ekki á réttri leið í málefnum ferðaþjónust-
unnar. Þeir kveiktu falskar vonir í brjóstum ferðamanna með auglýs-
ingaskrumi, svo að margir þeirra færu héðan vonsviknir heim á leið
og bæru okkur ekki vel söguna. Hvað var þá til ráða? Björn hafði svar
við því:
Eins og sakir standa, held ég, að við ættum að auglýsa Ísland sem eina land
álfunnar án næturklúbba, lúxushótela og steinsteyptra vega, en land óspilltrar
náttúru, þar sem náttúruöflin reka enn opinbera tilraunastöð, opinber sóða-
skapur og hirðuleysi ríkir, en mikill einkaþrifnaður og gestrisni. Við myndum
fá hingað alls konar náttúruskoðara, menntamenn, sérvitringa og fólk, sem
er orðið leitt á prjáli stórborga og baðstaða, og það er til mikill fjöldi af slíku
fólki.133
Mikið vatn hefur til sjávar runnið frá því að þessi orð voru rituð, og
getur hver og einn velt því fyrir sér hvort íslenskri ferðaþjónustu væri
nú betur komið, ef landsmenn hefðu farið að ráðum Björns.
Snemma í ágústmánuði 1960 fór stór hópur ferðamanna, alls um
sextíu manns, frá Íslandi til Grænlands og dvaldist þrjá daga á sögu-
slóðum Eiríks rauða í Eystribyggð. Eitthvað mun hafa gengið brösu-
lega að fá ferða- og landvistarleyfi fyrir svo stóran hóp Íslendinga, og
voru getgátur um að Danir væru gramir Íslendingum fyrir að krefjast
réttinda á Grænlandi í krafti fornra heimilda.134 Í blaðagrein um þessa
ferð er sagt frá því að margir hafi lagt sig fram um að leysa málið, eng-
inn þó eins og Þórhallur Vilmundarson menntaskólakennari sem hafi
um langt árabil haft mikinn áhuga á því að Íslendingar tækju af sögu-
legum ástæðum upp eins konar pílagrímsferðir til Grænlands. Hann
hafi ekki látið sér nægja bréfaskriftir einar til danskra embættismanna
heldur farið sjálfur til Kaupmannahafnar til að freista þess að fá leyfi
fyrir Grænlandsferðinni. Það var því fyrir forgöngu hans og einnig