Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2017, Side 52

Andvari - 01.01.2017, Side 52
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 51 Mikið mannval var í kennaraliði skólans, þegar Björn réðst þar til starfa árið 1943, og mun svo hafa verið löngum síðar.139 Í þessum fé- lagsskap leið Birni vel, og hann naut sín í kennslunni. Helgi Þorláksson sagnfræðingur varð ungur nemandi Björns og hefur dregið upp skýra mynd af honum og helstu eðliskostum hans sem kennara á þeim árum: Björn Þorsteinsson kenndi mér í landsprófi; það var í Gaggó Vest við Selvör fyrir aldarfjórðungi; þá var kalt stríð og Björn var sagður vera kommúnisti og varla fyrr farinn að kenna okkur en einn af strákunum tilkynnti honum að rússneskar ljósaperur væru drasl, eins og það væri Birni að kenna. En óðar en varði var Björn orðinn vinur okkar og það var fart í íslenskukennslunni. Kalda stríðið var tekið af dagskrá. Að loknum kennsludegi hófst skólastarf Björns fyrir alvöru; hann var lífið og sálin í öllu félagslífi og hreif fólk með sér. Fyrir einhvern ofurmátt hans og áhuga urðu ólíklegustu menn frambærilegir rithöfundar og svo léku menn og sungu með tilþrifum og gátu ekki annað því að Björn fékk helsta leikstjóra þjóðarinnar til að leiðbeina. Sumir teiknuðu, aðrir ortu og sömdu leikrit og úr öllu saman varð mikil jólaskemmtun, enn meiri árshátíð og fjörlegt skólablað. Einhvern veginn finnst mér í endurminningunni að Björn hafi vélritað blaðið og fjölritað en það er víst misminni. Hins vegar var hann hinn mikli frum- kvöðull og drifkraftur í útgáfunni með öðru. Mörgum er sagt til hróss að þeir hafi notið sín með ungu fólki og átt auð- velt með að setja sig í spor þess. Þetta verður líka sagt um Björn. En ekki aðeins þetta, ungt fólk naut sín með honum, hann var fljótur að tileinka sér hugmyndir þess og hjálpa því að hrinda þeim í framkvæmd. Þetta voru virkj- unarframkvæmdir, nýtilegar hugmyndir voru beislaðar, starfsorka virkjuð og sköpunarþrá beint í farveg. Björn var bæði faðir og félagi í frjóu starfi, sönnu skólastarfi.140 Björn kunni að meta skynuga nemendur með frjóa hugsun, ríkt ímyndunarafl og sköpunargáfu og vildi allt fyrir þá gera. Oft rifj- aði hann upp með augljósri gleði, þegar nemendur í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar settu á svið frumsamið leikrit í anda „Gullna hliðsins“ um raunir eins nemanda við að komast í gegnum hindranir landsprófs- ins inn í menntaskóla. Nefndist það „Sálin hans Denna. Örlagakviða með útúrdúrum í tveimur þáttum“ og mun að mestu hafa verið samið af Helga Skúla Kjartanssyni með aðstoð Níelsar Óskarssonar og undir verkstjórn Björns.141 En stundum gat líka fokið í Björn: „Ég er að kasta perlum fyrir svín,“ á hann að hafa hrópað yfir nemendum, þegar honum var nóg boðið yfir slóðaskap þeirra.142 Um það leyti sem Gagnfræðaskóli Reykvíkinga var fluttur í hús
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.