Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2017, Side 79

Andvari - 01.01.2017, Side 79
78 HANNES PÉTURSSON ANDVARI og alla, kynni að þykja lítið annað en bókmenntaleg persóna í byronskum stíl, óskyld höfundi kvæðisins. Þó er ekki svo til fulls og alls. Sá ungi maður er Steingrímur Thorsteinsson sjálfur, íklæddur byronsku gervi. Rökin fyrir þessu eru þau að Steingrímur stríddi við ýmsar hugraunir fyrst framan af Hafnardvöl sinni, varð þá fyrir beisku brigðlyndi í ástum, féll einu sinni á prófi, þótt skarpur námsmaður væri, og hafði enga lyst á þeirri háskóla- grein, lögvísi, sem hann hafði kjörið sér.* Hann lá allur í skáldskap og lestri bókmennta, vanrækti námið, en dagarnir liðu hjá hver af öðrum, markaðir ósætti Steingríms við sjálfan sig og togstreitu milli hans og þeirra sem stóðu honum næstir og væntu sér mikils af gáfum hans og manndómi; hann lifði klofinn milli skáldskaparlegra hugðarefna og þeirrar menntagreinar sem átti ekki í honum minnstu ítök, sat fastur á rangri hillu í háskólanámi. Það hrjáði samvizku hans, skyggði á veginn framundan, þótt hvorki væri hann vinalaus ytra né léti nokkru sinni bugast af angri. Loks, árið 1857, tók hann stökkið, sneri baki við „frú Jústitíu“ – eins og amtmaðurinn, faðir hans, nefndi lög- fræðina að gamni sínu – og komst á skrið í nýjum námsgreinum sem hugn- uðust honum betur. Sú ákvörðun gerði honum gott. Það sama ár festi hann ráð sitt og þá komu einnig út fyrstu bækurnar frá hans hendi: þýðing sögu- ljóðsins Axel eftir Tegnér, hins vegar upphaf þýðingarinnar meistaralegu á Þúsund og einni nótt. Sannarlega mátti segja að nú hæfist nýtt skeið á ævi- ferli Steingríms Thorsteinssonar, hann varð heill af þeirri sundrungu sem þjakað hafði hans innra mann fyrstu Hafnarárin. Örlagarík skil milli vonarleysis og tilgangs, milli bölhyggju og trúar á eigið atgervi reyndi Steingrímur að tjá í Lífshvöt. Kvæðið heppnaðist þó miður en skyldi. Það sá hann sjálfur manna bezt þegar frá leið. En augljóslega var kvæði þetta Steingrími kært af persónulegum sökum, svo mjög sem það vís- aði til daga hans fyrrum, og þess vegna hefur honum ekki hugnazt að úthýsa því þegar hann hóf að búa ljóðmæli sín til prentunar í fyrstu safnútgáfunni, heldur afráðið að yrkja kvæðið upp nánast allt eins og það lagði sig, þó með fyllstu hliðsjón af efnisskipun frumgerðar; hann kollvarpar því ekki kvæð- inu, en endurbætir það lið fyrir lið, skýrir grunnhugmyndir þess með nýjum íaukum og grípur að því leyti, þroskaður bragsmiður, fram í fyrir sjálfum sér sem ungu skáldi í mótun. Lífshvöt eins og hún birtist í Ljóðmælum 1881 er þannig bæði gamalt kvæði og annað nýrra. * Steingrímur stóðst ekki svokallað annað examen í fyrstu atrennu árið 1852; hann gekk undir það próf að nýju í febrúar og júní árið eftir (prófið var tvískipt) og hlaut þá góða einkunn. Samt lá við borð að hann gæfi háskólanámið frá sér til fulls. Hann segir í bréfi til Finns bróður síns 5. apríl 1853: „Ég hef tapað öllu, bæði annarra – og eigin trausti að miklu leyti, og hvað er þá móti því að hætta, ef öðrum svo líkar, þegar engin von er um, að neitt verði ágengt.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.