Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 82

Andvari - 01.01.2017, Page 82
ANDVARI TVENNT Í HEIMI 81 Ekki var að ástæðulausu að Kant skyldi tiltaka þetta tvennt. Á fyrri starfs- árum hafði hann sökkt sér niður í stjörnufræðilegar athuganir og meðal ann- ars sett fram (1755) tilgátu um myndun sólkerfa. Samkvæmt henni urðu þau til úr mikilli og margbrotinni efnisþoku fyrir áorkan aðdráttarafls og miðflóttaafls. Síðar (1796) rökstuddi franski stjörnufræðingurinn Pierre de Laplace, á sjálfstæðan hátt, sams konar tilgátu; nefndist hún eftir það Kant- Laplace-kenningin og markaði þáttaskil. Tilgáta Kants um sólkerfi lá á sviði hreinna raunvísinda. Hún gat náttúr- lega ekki útlistað myndun sjálfs efnisins í upphafi veraldar; þar varð ekki öðru við komið en hugmyndinni um skapara: mátt sem verður aldrei skýrð- ur né skilinn. Þetta snertir síðan það meginatriði í heimspeki Kants að menn geti ekki vitað neitt um tilveruna fram yfir það sem reynsla þeirra í tíma og rúmi miðlar þeim; innsta eðli hlutveruleikans („das Ding an sich“) hvílir utar og ofar skynsviði manna og er órannsakanlegt um alla eilífð, órannsakanlegt í sama skilningi og sagt er um vegi guðs. Í stuttu máli: óravíður stjörnu- geimur birti hugsuðinum ekki aðeins hin háu eðlislög náttúrunnar, heldur og dul, æðri öllum skilningi, sem er greypt í sköpunarverkið. Það var að hinu leytinu grundvallaratriði í siðfræði Kants að maðurinn á þessari jörð, gæddur frjálsum vilja, fái einungis þjónað réttri breytni með siðgæðisskyldu sinni, en ekki til að mynda með fylgispekt við kirkjukenn- ingar. Og inntak hins sanna siðgæðis fólst að hyggju hans í undanbragða- lausri skyldurækt. Að þessu lýtur siðgæðislögmál Kants, hið skilyrðislausa skylduboð: háleit og hrein skyldurækt gerir greinarmun góðs og ills án minnstu hliðsjónar af eigin hagsmunum eða trúarþjónkun; breytni einstakl- ings er siðferðislega rétt, geti hann sagt með sjálfum sér að sú breytni skuli ná, eins og lögmál væri, til allra skyniborinna manna. Maðurinn hér á jörð er borgari tveggja heima, mælti Kant. Og hann varð þeirrar skoðunar að siðgæðislögmálið stranga, eins og hann setti það fram, ætti sér rætur innar hlutveruleikanum, heyrði til hinu órannsakanlega sviði tilverunnar, væri þess vegna í raun guðlegs eðlis. Það er að sönnu gamall biblíuvísdómur að í samvizkunni tali alfullkom- inn, persónulegur guð til mannanna. En Steingrímur Thorsteinsson trúði ekki á biblíulegan guð, drottin himneskra hersveita, heldur á máttarvald laust við trúfræðilegar kennisetningar, alvaldsföður nálægan í náttúrunni, sbr. til dæmis ljóðið Nótt, prentað í Svövu árið 1860. Í 12. vísu Lífshvatar líkir hann almættinu við sól, undrakraft þangað sem hvaðeina stefnir. Sé nú alls gætt, virðist sú ályktun réttmæt að „guð í sjálfum þér“ vísi til siðgæðislögmálsins í skilningi Kants, að þau orð og „guð í alheims geimi“ sé umritun á því tvennu sem vakti með Kant svo djúpa aðdáun og lotningu, það tvennt sé tignast alls.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.