Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 83

Andvari - 01.01.2017, Page 83
82 HANNES PÉTURSSON ANDVARI VI Matthías Jochumsson kynntist Steingrími Thorsteinssyni þegar hann dvald- ist sér til fróðleiks og skemmtunar í Kaupmannahöfn 1856–57. Þá bundust þeir vináttu sem bar síðar fagran ávöxt í bókmenntum Íslendinga, ekki sízt í þýðingasafninu Svanhvíti, 1877. Þeir skiptust á bréfum meðan hvor sat í sínu landinu, en svo varð hlé á þar til seint á dögum Steingríms. Hin eldri bréf hans til Matthíasar glötuðust illu heilli, en bréf Matthíasar hafa geymzt. Í einu þeirra, dagsettu 27. september 1861, segir hann að sig minni (og vísar þar til fyrstu kynna þeirra vinanna í Höfn) að Steingrímur væri „ekki mik- ill biblíumaður“. Sjálfur skrifar Steingrímur til góðvinar síns, Sigurðar Guðmundssonar málara, 8. júlí 1870: „Ég er enginn kirkjutrúarmaður, eins og þú veizt.“ Í æsku hafði Steingrímur Bjarnason – eins og hann reit nafn sitt áður en hann tók upp erlendis ættarnafnið Thorsteinsson – sagt í bréfi: „… guð er sá sem elskar í náttúrunni.“ Þessar tilvitnanir, gripnar upp af handahófi, benda til þeirra ókirkju- legu sjónarmiða sem settu mark sitt á hugsun Steingríms Thorsteinssonar. Hann kallaði kristna trúfræði í einu bréfa sinna (1879) jafnvel „theólógíska ófreskju“. Þó fór svo að hann, þessi biblíumaður sem enginn var, hlaut skip- un í sálmabókarnefnd íslenzku kirkjunnar, þá merku nefnd sem gekk frá stórendurbættri messusöngsbók árið 1886. Steingrímur var eini óvígði full- trúinn í nefndinni og starfaði þar sér í lagi sem ,málsins maður‘, tók til yfir- lestrar verk sálmaskáldanna. Eigi að síður lagði hann til bókarinnar nokkra stutta sálma, frumkveðna og þýdda, samt færri en ætlazt var til af nefndar- mönnum. Allir voru sálmar Steingríms lítt biblíulegir og hann tók engan þeirra upp í nýjar útgáfur af kvæðasafni sínu. Langveigamesti sálmur hans, Guð, hæst í hæð, andríkur lofsöngur um alföður, birtist í messusöngsbók árið 1917. VII Á efra aldri setti Matthías Jochumsson fram svofellda skoðun:6 Þeir sem einna fyrstir manna bregða upp fyrir oss Íslendingum bjartsýnni lífsskoðun, með forsjónar- og frjálsræðistrú, voru þeir Björn Gunnlögsson hinn spaki (í Njólu) og „listaskáldið góða“ Jónas Hallgrímsson, á hinum síðustu mannsöldrum, eða síðan þjóð vor tók að eiga með sig sjálf og vakna til meiri og glaðværri meðvitundar, hafa fleiri og fleiri skáld og kennimenn náð að losna úr fornum fjötrum fordóms og rangrar „rétttrúunar“, og kveðið eða gert í anda þess sem kvað:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.