Andvari - 01.01.2017, Qupperneq 83
82 HANNES PÉTURSSON ANDVARI
VI
Matthías Jochumsson kynntist Steingrími Thorsteinssyni þegar hann dvald-
ist sér til fróðleiks og skemmtunar í Kaupmannahöfn 1856–57. Þá bundust
þeir vináttu sem bar síðar fagran ávöxt í bókmenntum Íslendinga, ekki sízt
í þýðingasafninu Svanhvíti, 1877. Þeir skiptust á bréfum meðan hvor sat í
sínu landinu, en svo varð hlé á þar til seint á dögum Steingríms. Hin eldri
bréf hans til Matthíasar glötuðust illu heilli, en bréf Matthíasar hafa geymzt.
Í einu þeirra, dagsettu 27. september 1861, segir hann að sig minni (og vísar
þar til fyrstu kynna þeirra vinanna í Höfn) að Steingrímur væri „ekki mik-
ill biblíumaður“. Sjálfur skrifar Steingrímur til góðvinar síns, Sigurðar
Guðmundssonar málara, 8. júlí 1870: „Ég er enginn kirkjutrúarmaður, eins
og þú veizt.“ Í æsku hafði Steingrímur Bjarnason – eins og hann reit nafn sitt
áður en hann tók upp erlendis ættarnafnið Thorsteinsson – sagt í bréfi: „…
guð er sá sem elskar í náttúrunni.“
Þessar tilvitnanir, gripnar upp af handahófi, benda til þeirra ókirkju-
legu sjónarmiða sem settu mark sitt á hugsun Steingríms Thorsteinssonar.
Hann kallaði kristna trúfræði í einu bréfa sinna (1879) jafnvel „theólógíska
ófreskju“. Þó fór svo að hann, þessi biblíumaður sem enginn var, hlaut skip-
un í sálmabókarnefnd íslenzku kirkjunnar, þá merku nefnd sem gekk frá
stórendurbættri messusöngsbók árið 1886. Steingrímur var eini óvígði full-
trúinn í nefndinni og starfaði þar sér í lagi sem ,málsins maður‘, tók til yfir-
lestrar verk sálmaskáldanna. Eigi að síður lagði hann til bókarinnar nokkra
stutta sálma, frumkveðna og þýdda, samt færri en ætlazt var til af nefndar-
mönnum. Allir voru sálmar Steingríms lítt biblíulegir og hann tók engan
þeirra upp í nýjar útgáfur af kvæðasafni sínu. Langveigamesti sálmur hans,
Guð, hæst í hæð, andríkur lofsöngur um alföður, birtist í messusöngsbók
árið 1917.
VII
Á efra aldri setti Matthías Jochumsson fram svofellda skoðun:6
Þeir sem einna fyrstir manna bregða upp fyrir oss Íslendingum bjartsýnni
lífsskoðun, með forsjónar- og frjálsræðistrú, voru þeir Björn Gunnlögsson
hinn spaki (í Njólu) og „listaskáldið góða“ Jónas Hallgrímsson, á hinum
síðustu mannsöldrum, eða síðan þjóð vor tók að eiga með sig sjálf og vakna til
meiri og glaðværri meðvitundar, hafa fleiri og fleiri skáld og kennimenn náð
að losna úr fornum fjötrum fordóms og rangrar „rétttrúunar“, og kveðið eða
gert í anda þess sem kvað: