Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2017, Side 89

Andvari - 01.01.2017, Side 89
88 HJALTI HUGASON ANDVARI Predikanasafnið kom út að Páli látnum 1894. Bókin er 312 bls. í áttablaða- broti. Útgefandinn var Sigurður Kristjánsson (1854–1952) bóksali. Hafði hún að geyma 30 predikanir sem fluttar höfðu verið í Gaulverjabæ og Villingaholti og var rúmur helmingur frá árunum 1884–1886. Útgefandinn og Eggert Briem (1840–1893), skólabróðir og nágrannaprestur Páls á Hjalta- bakkaárunum, völdu ræðurnar úr eftirlátnu safni Páls en í það vantaði pre- dikanir fyrir nokkra helgidaga.9 Þótt bókin væri markaðsfærð sem húslestra- bók vantaði mikið upp á að hún næði til kirkjuársins alls. Í Vídalínspostillu sem var hin hefðbundna húslestrabók þjóðarinnar á helgum dögum voru 77 ræður. Í postillu Péturs Péturssonar (1808–1891) biskups (1. útg. af fjórum frá 1856) voru 67 ræður.10 Í postillu fyrirrennara hans, Helga G. Thordersen (1794–1866), frá 1883 voru 68 ræður en í postillu Helga Hálfdánarsonar (1826–1894) frá 1901 voru þær 66.11 En við þessar bækur keppti Páls-postilla helst. Er svo látið um mælt í formála að vel megi við þann kost una að lesa predikanirnar tvisvar á ári án þess að þreytast.12 Ræðurnar voru enda frekar þematískar en að þær byggðust algjörlega á guðspjalli dagsins eða þess vegna helgideginum sem þær voru ætlaðar. Í yfirliti var enda gefið upp efni hverrar og einnar ræðu sem síðar var ítrekað með fyrirsögn hverrar fyrir sig.13 Með hverri ræðu var svo prentuð bæn og guðspjall dagsins. Jón Bjarnason prestur í Vesturheimi fann að þessu þar sem oftast væri ekki lagt út af guðspjöllunum.14 Ástæðan er þó eflaust að venja var að lesa bæn og guðspjall við húslesturinn. Eggert Briem féll frá áður en bókin kom út og tók Bjarni Símonarson (1867–1930) guðfræðingur, síðar prestur að Brjánslæk, þá við verkinu og fylgdi því úr hlaði. Í formála ritaði hann að mikið hafi þótt kveða að Páli Sigurðssyni sem „[…] andríkum og frjálslyndum kennimanni.“15 Því hafi verið áhugi fyrir að eitthvað af ræðum hans kæmi fyrir almenningssjónir og að hann hafi sjálfur áformað að verða við því en ekki enst aldur til.16 Um ræðurnar sagði annars: Þær flytja þann boðskap, sem jafnan er kærkominn hverju því mannshjarta, sem þráir ljós, frið, frelsi og fögnuð. Boðskapur þessi birtist hér að vísu með nokkuð öðrum búningi og blæ en venjulegast er í húslestrabókum vorum og kirkjuræðum. En kjarninn og lífsmagnið í ræðum þessum er allt að einu hið sama og í sérhverri annari bók, sem stuðlar að því, að glæða ljós kristin- dómsins. Hér er það einkum sýnt og mest áherslan lögð á, hvernig þetta ljós á að bera birtu í daglega lífið.17 Þá ítrekaði Bjarni að þótt sum áhersluatriði bókarinnar svo sem „[…] frelsi og framfarir […]“ virtust nýstárleg væri boðskapurinn þrátt fyrir það sá sami og í öðrum húslestrabókum, þ.e. „[…] kristilegur sannleiki.“18 Síðan sló hann föstu:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.