Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 93

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 93
92 HJALTI HUGASON ANDVARI Eitt hið merkilegasta við ræður þessar er það, að höf. viðhefur hin vanalegu, kristilegu orðatiltæki, en þau þýða hjá honum allt annað en vjer erum vanir við að láta þau þýða. Hann talar um kristindóm og það að vera kristinn, krapta- verk, synd, guðsríki, sannleika, frelsi, köllun, trú og vantrú, guðs orð, endur- lausn o. s. frv., en lætur þær hugmyndir þýða allt annað en þær þýða á máli biblíunnar, kirkjunnar og trúaðra manna.38 Þar sem boðskapurinn um Guðs ríki skipar veigamikinn sess í predikunum Páls skal sérstaklega drepið á gagnrýni Friðriks J. Bergmann á það atriði. Um guðsríkishugmynd Páls sagði hann: Um þetta guðs ríki er það að segja, að það á ekkert skylt við það guðs ríki, sem Kristur stofnaði, og hefur trúna á guðs eingetinn son fyrir hyrningarstein og borgarabrjef.39 Friðrik J. Bergmann fann það einnig að predikununum að margt í þeim bæri vott um menntunarskort og þá ekki síst í guðfræðinni sjálfri. Í þessu efni er mat hans vísast byggt á samanburði við Vesturheim. Fannst honum þetta ekki síst eiga við um kirkjugagnrýnina sem fram kæmi í postillunni.40 Væru skoðanir Páls í því efni um of mótaðar af því ástandi að „[…] menn eru farn- ir að hafa óbeit á að hafa guðs orð um hönd og koma til kirkju.“41 Hina réttu leið til að mæta þessu taldi Friðrik ekki vera aðlögun af því tagi sem Páll beitti heldur ætti þvert á móti að leitast við að „[…] blása nýju lífi í formin með því að blása nýju lífi í hjörtun […]“.42 Mælti hann þar fyrir því að áreit- um samtímans væri mætt með því sem hér hefur verið nefnt innhverfing. Ályktunarorð Friðriks J. Bergmann voru þau að Páls-posillla boðaði ekki lútherskan kristindóm og svaraði spurningunni um hvað kæmi í staðinn svo: Það er allt, sem bendir í áttina til únítaranna. Íslenzk alþýða hefur þarna eignazt ofurlitla únítarapostillu og til þess að hún geti enzt allt árið um kring þarf hún að lesa hana tvisvar á ári, […] — Það er raunaleg tilhugsun. —43 Bað Friðrik þess að Drottinn léti lútherskan kristindóm sigra í landinu en útrýmdi […] þessari væmnu frelsis og framfara prjedikun, sem búin er að gleyma, hvað sannur kristindómur er. Því verður ekki neitað, hún er sorglegt teikn tímanna þessi nýja húslestrar- bók, sem mjer finnst að muni prjedika kristindóminn meir út úr hjörtunum en inn í þau.44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.