Andvari - 01.01.2017, Qupperneq 93
92 HJALTI HUGASON ANDVARI
Eitt hið merkilegasta við ræður þessar er það, að höf. viðhefur hin vanalegu,
kristilegu orðatiltæki, en þau þýða hjá honum allt annað en vjer erum vanir við
að láta þau þýða. Hann talar um kristindóm og það að vera kristinn, krapta-
verk, synd, guðsríki, sannleika, frelsi, köllun, trú og vantrú, guðs orð, endur-
lausn o. s. frv., en lætur þær hugmyndir þýða allt annað en þær þýða á máli
biblíunnar, kirkjunnar og trúaðra manna.38
Þar sem boðskapurinn um Guðs ríki skipar veigamikinn sess í predikunum
Páls skal sérstaklega drepið á gagnrýni Friðriks J. Bergmann á það atriði.
Um guðsríkishugmynd Páls sagði hann:
Um þetta guðs ríki er það að segja, að það á ekkert skylt við það guðs ríki,
sem Kristur stofnaði, og hefur trúna á guðs eingetinn son fyrir hyrningarstein
og borgarabrjef.39
Friðrik J. Bergmann fann það einnig að predikununum að margt í þeim bæri
vott um menntunarskort og þá ekki síst í guðfræðinni sjálfri. Í þessu efni
er mat hans vísast byggt á samanburði við Vesturheim. Fannst honum þetta
ekki síst eiga við um kirkjugagnrýnina sem fram kæmi í postillunni.40 Væru
skoðanir Páls í því efni um of mótaðar af því ástandi að „[…] menn eru farn-
ir að hafa óbeit á að hafa guðs orð um hönd og koma til kirkju.“41 Hina réttu
leið til að mæta þessu taldi Friðrik ekki vera aðlögun af því tagi sem Páll
beitti heldur ætti þvert á móti að leitast við að „[…] blása nýju lífi í formin
með því að blása nýju lífi í hjörtun […]“.42 Mælti hann þar fyrir því að áreit-
um samtímans væri mætt með því sem hér hefur verið nefnt innhverfing.
Ályktunarorð Friðriks J. Bergmann voru þau að Páls-posillla boðaði ekki
lútherskan kristindóm og svaraði spurningunni um hvað kæmi í staðinn svo:
Það er allt, sem bendir í áttina til únítaranna. Íslenzk alþýða hefur þarna
eignazt ofurlitla únítarapostillu og til þess að hún geti enzt allt árið um kring
þarf hún að lesa hana tvisvar á ári, […] — Það er raunaleg tilhugsun. —43
Bað Friðrik þess að Drottinn léti lútherskan kristindóm sigra í landinu en
útrýmdi
[…] þessari væmnu frelsis og framfara prjedikun, sem búin er að gleyma, hvað
sannur kristindómur er.
Því verður ekki neitað, hún er sorglegt teikn tímanna þessi nýja húslestrar-
bók, sem mjer finnst að muni prjedika kristindóminn meir út úr hjörtunum
en inn í þau.44