Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 97
96 HJALTI HUGASON ANDVARI
varð biskup (1917) hætti hann að mestu guðfræðideilum og hneigðist líklega
til aukinnar íhaldssemi að nýju með aldrinum.68
Lof
Ári eftir lát Páls Sigurðssonar (1888) og því löngu áður en predikanir hans
komu fyrir almennings sjónir spáði Matthías Jochumsson að þær myndu
hneyksla marga:
En ekki er ólíklegt að töluverður meiningamunur verði þá um trúarkenningar
og skoðanir séra Páls, og að sumir enda hneykslist á þeim — helzt máske á
hinu nýja og sanna […] Það sem virðist opt hneyksla mest þegar nýjungar eru
kenndar, er ekki hið hið nýja ranga, heldur einmitt hið nýja rétta. […] Hann
meinar hvað hann segir og segir hvað hann meinar, en sannar það um leið.69
Í Þjóðviljanum unga var í desember 1894 boðaður ritdómur um bókina nýút-
komna sem þó kom ekki að því er séð verður. Um hana sagði þá að hún væri
„[…] ekki er eins strembin og kreddu-kennd, eins og slíkar bækur eru opt
vanar að vera, […]“.70
Líklega birtist fyrsta umsögnin um Helgidagaprédikanirnar í Skírni í
janúar 1894. Þar sagði:
Ræður þessar bera vott um andríki og framfaraáhuga höfundarins og frelsis-
þrá hans; tekur hann einkum fyrir til útskýringar hin guðlegu sannindi eptir
því sem þau birtast í daglífinu, og hvetur hvervetna til óbifanlegrar trúar á
frelsi og framför og sigur hins góða, og er víða bent á, hvernig þetta eigi að
lýsa sér í félagsmálum manna og stjórnarfari, en minna gaum og gildi gefur
höfundurinn þeim atriðum trúar og guðlegrar opinberunar, sem skynsemi og
reynsla komast ekki að, enda gerir hann skilningi mannanna og skynsemi og
vísindum hátt undir höfði gagnvart orðum Ritningarinnar.71
Einn af þeim fyrstu sem varð til að fjalla ýtarlega um bókina var Valdimar
Briem sem ritaði um hana þegar á útgáfuárinu. Hann kvað höfundinn hafa
haft orð á sér fyrir að vera „orðlagður ræðuskörungur“ og taldi hinar útgefnu
ræður sanna það:72
Ræður þessar eru fullar af lífi og fjöri, krapti og kjarna, brennandi áhuga og
helgri vandlætingu. Höfundurinn hefir verið eldheitur áhugamaður um allt,
andlegt og veraldlegt, og eptir því einarður og skorinorður. Hann hefir tekið
mjög sárt til alls, sem aflaga fer í kristinni kirkju, veraldlegri stjórn og daglegu
lífi, og fer hann um það allt mjög alvarlegum og opt jafnvel þungum orðum.73