Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2017, Side 115

Andvari - 01.01.2017, Side 115
114 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI Íslendingasagna væri hún þannig ásamt Hrappseyjar-Eglu næstelsta dæmið um Íslendingasögu prentaða á Íslandi. Hún hefur hins vegar ekki verið álitin frá miðöldum. Engir Íslendingasagnaútgefendur 20. aldar litu því við henni aðrir en Guðni Jónsson sem gaf hana út í 12. bindi Íslendingasagnaútgáfu sinnar (Íslendinga sögur XII: Árnesinga sögur og Kjalnesinga) árið 1947. Guðni gaf þar bæði út eldri Ármannssögu eftir Jón Þorláksson sýslumann (1643–1712) og sögu Halldórs sem hann telur samda af honum sjálfum undir lok 18. aldar.23 Sigmundur Guðmundsson prentari var nefndur hér að framan sem út- gefandi Flóamannasögu. Sigmundur hafði numið prentiðn hjá fyrrnefndum Einari Þórðarsyni en síðan í Kaupmannahöfn og á Bretlandseyjum. Árið 1877 kom hann til Reykjavíkur með enska hraðpressu sem hann keypti fyrir Björn í Ísafold. Hann setti svo sjálfur upp eigin prentsmiðju sem hann seldi Sigfúsi Eymundssyni árið 1887. Flóamannasaga var fyrsta fornsagnaút- gáfa hans en í kjölfarið lagði hann í þriggja binda útgáfu fornaldarsagna Norðurlanda ásamt Valdimar Ásmundssyni ritstjóra Fjallkonunnar (1852– 1902).24 Fyrsta bindið kom út árið 1885, Fornaldarsögur Nordrlanda. Því fylgir níu síðna formáli Valdimars þar sem fram kemur að útgáfan er að mestu leyti endurprentun á fyrsta bindi fornaldarsagnaútgáfu C.C. Rafn sem gefin var út í Kaupmannahöfn 1829–30, sem komi þar með „fyrir almennings sjónir“ (bls. iii). Í þremur tilvikum segist Valdimar þó hafa fylgt nýrri út- gáfu Norðmannsins Sophus Bugge (Norrøne skrifter af sagnhistorisk ind­ hold, 1864–73). Valdimar kveðst einnig hafa litið í önnur handrit en Rafn hafði gert og „leiðrétt söguna á fám einum stöðum“ (vii). Í formálanum lýsir Valdimar því að hugmynd Sigmundar hafi verið að endurútgefa Rafn en gefur til kynna að hans eigin metnaður hafi verið heldur meiri: „Þess var full þörf, að prenta af nýju sögur þessar, því að þær gerast nú mjög fágætar. Herra Sigm. Guðmundsson, er prentar þær nú á sinn kostnað, bað mig að búa þær til prentunar og óskaði þess einungis, að fylgt væri meginmálinu í út- gáfu Rafns“. Í fornaldarsagnaútgáfunni voru sögurnar þannig gefnar út eftir öðrum eldri útgáfum eins og gert er einnig í ýmsum síðari almenningsút- gáfum þó að í formálum Valdimars kæmi fram að enn betra hefði verið að „bera saman öll hin elztu og beztu handrit sem til eru af sögum þessum“ (2. bindi, bls. vii). Annað bindi þessarar fornaldarsagnaútgáfu kom á prent árið 1886 og það þriðja árið 1889. Þá hefur hins vegar nýr kostunarmaður tekið við útgáfunni, Sigurður Kristjánsson bóksali. Árið 1886 hóf Sigurður einnig útgáfu annarr- ar ritraðar er nefndist Ævintýra-sögur en urðu aðeins tvö bindi (Ingvarssaga og Erexsaga). Aftur var það Valdimar Ásmundsson sem bjó sögurnar til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.