Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 116

Andvari - 01.01.2017, Page 116
ANDVARI ÍSLENDINGASÖGUR Í MÓTUN 115 prentunar og var þar með hafið sextán ára samband Sigurðar og Valdimars við útgáfu fornsagna.25 Með þessari riddarasagnaútgáfu eru komnir á sviðið aðalleikararnir í því þrekvirki sem við tók: Valdimar Ásmundsson og Sigurður Kristjánsson en einnig tók Þórleifur á Skinnastað nokkurn þátt í því. Séra Þórleifur var prest- lærður: hann var stúdent úr Reykjavíkurskóla 1872 en hafði síðan verið við nám í Kaupmannahöfn áður en hann gekk í Prestaskólann í Reykjavík til Péturs Péturssonar biskups og lauk þaðan prófi árið 1878. Hinir frumkvöðl- arnir (Valdimar, Sigmundur Guðmundsson og Sigurður) voru ekki lang- skólagengnir en áttu þó eftir að hafa talsverð áhrif á viðhorf Íslendinga til Íslendingasagna og jafnvel fræðilega umræðu um sögurnar, eins og senn verður rakið. „Sögurnar eru í fárra höndum nú orðið“ Á Pálsmessu (25. jan.) árið 1890 var sent út fjögurra síðna boðsbréf, undir- ritað af Sigurði Kristjánssyni. Það bar heitið „Íslendinga sögur frá fornu sögu-öldinni“ og hefst á orðunum: „Kunnugra er það en frá þurfi að segja, hve ómetanleg eign hinar fornu Íslendinga-sögur eru fyrir þjóð vora“. Ekki er þetta þó sjálfsagðara en svo að sögurnar þurfa samt örlitla kynningu og síðan er þess getið rækilega hve góð landkynning sögurnar séu og dragi vís- indamenn og fræðimenn í öðrum löndum að Íslandi.26 Taldar eru upp ýmsar nálægar þjóðir („jafnvel Austurríkismenn og Ítalir“) sem hafi áhuga á sög- unum og auk þess séu þær holl lesning fyrir almenning og ungmenni sér- staklega. Þannig gegnsýrir nytjahyggjan boðsbréf Sigurðar áður en hann kemur að kjarna málsins: „Það mun satt vera, að fornsögulestur sje mjög að leggj- ast niður hjer á landi, og kemur það víst ekki af því, að menn kunni ekki að meta sögurnar, eða unni þeim ekki sem áður, heldur af því, að sögurn- ar eru í fárra höndum nú orðið.“ Tilgangur útgáfunnar er þannig skýr: að koma sögunum til íslensks almennings. Forsendan er ekki síður morgun- ljós: sögurnar eru ekki í höndum íslenskar alþýðu á þeirri stundu. Útgáfur fornfræðafélagsins og fornritafélagsins séu slitnar upp og nú bráðvanti þjóðina Íslendingasögurnar. Síðan segir Sigurður Kristjánsson: „Það virðist því bera nauðsyn til, að almenningi gefist kostur á að fá nýjar og ódýrar útgáfur af hinum fornu Íslendinga sögum, og mundi það enda verða til þess að vekja framfara-anda landsmanna, styrkja þjóðernið og glæða þjóðræknistilfinninguna. Þess vegna hefi jeg, eptir áskorun ýmsra merkra fræðivina, ráðið það af, að gefa út allar Íslendinga sögur í textaútgáfum, svo ódýrum, að engum verði um megn að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.