Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 116
ANDVARI ÍSLENDINGASÖGUR Í MÓTUN 115
prentunar og var þar með hafið sextán ára samband Sigurðar og Valdimars
við útgáfu fornsagna.25
Með þessari riddarasagnaútgáfu eru komnir á sviðið aðalleikararnir í því
þrekvirki sem við tók: Valdimar Ásmundsson og Sigurður Kristjánsson en
einnig tók Þórleifur á Skinnastað nokkurn þátt í því. Séra Þórleifur var prest-
lærður: hann var stúdent úr Reykjavíkurskóla 1872 en hafði síðan verið við
nám í Kaupmannahöfn áður en hann gekk í Prestaskólann í Reykjavík til
Péturs Péturssonar biskups og lauk þaðan prófi árið 1878. Hinir frumkvöðl-
arnir (Valdimar, Sigmundur Guðmundsson og Sigurður) voru ekki lang-
skólagengnir en áttu þó eftir að hafa talsverð áhrif á viðhorf Íslendinga til
Íslendingasagna og jafnvel fræðilega umræðu um sögurnar, eins og senn
verður rakið.
„Sögurnar eru í fárra höndum nú orðið“
Á Pálsmessu (25. jan.) árið 1890 var sent út fjögurra síðna boðsbréf, undir-
ritað af Sigurði Kristjánssyni. Það bar heitið „Íslendinga sögur frá fornu
sögu-öldinni“ og hefst á orðunum: „Kunnugra er það en frá þurfi að segja,
hve ómetanleg eign hinar fornu Íslendinga-sögur eru fyrir þjóð vora“. Ekki
er þetta þó sjálfsagðara en svo að sögurnar þurfa samt örlitla kynningu og
síðan er þess getið rækilega hve góð landkynning sögurnar séu og dragi vís-
indamenn og fræðimenn í öðrum löndum að Íslandi.26 Taldar eru upp ýmsar
nálægar þjóðir („jafnvel Austurríkismenn og Ítalir“) sem hafi áhuga á sög-
unum og auk þess séu þær holl lesning fyrir almenning og ungmenni sér-
staklega.
Þannig gegnsýrir nytjahyggjan boðsbréf Sigurðar áður en hann kemur að
kjarna málsins: „Það mun satt vera, að fornsögulestur sje mjög að leggj-
ast niður hjer á landi, og kemur það víst ekki af því, að menn kunni ekki
að meta sögurnar, eða unni þeim ekki sem áður, heldur af því, að sögurn-
ar eru í fárra höndum nú orðið.“ Tilgangur útgáfunnar er þannig skýr: að
koma sögunum til íslensks almennings. Forsendan er ekki síður morgun-
ljós: sögurnar eru ekki í höndum íslenskar alþýðu á þeirri stundu. Útgáfur
fornfræðafélagsins og fornritafélagsins séu slitnar upp og nú bráðvanti
þjóðina Íslendingasögurnar.
Síðan segir Sigurður Kristjánsson: „Það virðist því bera nauðsyn til, að
almenningi gefist kostur á að fá nýjar og ódýrar útgáfur af hinum fornu
Íslendinga sögum, og mundi það enda verða til þess að vekja framfara-anda
landsmanna, styrkja þjóðernið og glæða þjóðræknistilfinninguna. Þess vegna
hefi jeg, eptir áskorun ýmsra merkra fræðivina, ráðið það af, að gefa út allar
Íslendinga sögur í textaútgáfum, svo ódýrum, að engum verði um megn að