Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 117

Andvari - 01.01.2017, Page 117
116 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI kaupa, hve fátækur sem er, og að búast megi við, að sögurnar verði keyptar að kalla á hverju heimili á landinu.“ Æ síðan er þetta leiðarstefið hjá Sigurði Kristjánssyni: útgáfa hans er fyrst og fremst ódýr og á því hamrar hann bæði í boðsbréfinu og öllum viðtölum um útgáfuna síðan, allt til æviloka. Eins og fram hefur komið hafði Sigurður áður gefið út fornaldarsögur og ævintýrasögur – Íslendingasögurnar voru ekki fyrstar á dagskrá hjá honum. En árið 1890 breyttist það. Ekki aðeins héldu Íslendingasögurnar nafni hans á lofti síðan heldur hélt hann þeim á lofti umfram fyrri útgefendur 19. aldar. Hugmyndafræðin kemur líka skýrt fram í boðsbréfinu. Þar er rætt um fram- faraanda, þjóðerni og þjóðræknistilfinningu. Þessi heilaga þrenning er annað leiðarstefið í bréfinu. Hitt er að sögurnar skuli vera handa öllum – allir eiga að hafa efni á Íslendingasögum Sigurðar Kristjánssonar. Í lokin tilkynnir Sigurður að ætlunin sé að gefa allar sögurnar út á 5-6 árum en þau urðu raunar þrettán. Var þetta vitaskuld hvorki fyrsta né seinasta stórvirkið sem reyndist heldur tafsamara en ráð var fyrir gert en þó síður en mörg önnur: Sigurður náði markmiði sínu á tiltölulega skömmum tíma. Ekki kemur fram hve margar þær séu („Fyrirfram verður það eigi sjeð, hve marg- ar arkir sögurnar muni verða alls“) en Grettissaga verði fyrst – en hún kom raunar út í 28. bindi árið 1900. Ritstjóri verði Valdimar Ásmundsson, hans gamli samstarfsmaður við útgáfu fornaldarsagnanna og ævintýrasagnanna. Að lokum ávarpar Sigurður landsmenn alla og hvetur til áskriftar „enda er það vonin um almennt liðsinni yðar, sem gefur mjer tilefni til að bjóða yður sögurnar með þessu afarlága verði.“ Eldmóður sölumannsins leynir sér ekki en um leið má glöggt sjá að hér eru nýjar slóðir fetaðar. En hver var Sigurður Kristjánsson sem bauð þjóð- inni að kaupa sögurnar á afarlágu verði? Hann var Mýramaður, fæddur 23. september 1854 en flutti rúmlega tvítugur til Reykjavíkur og hóf prent- nám hjá áðurnefndum Einari Þórðarsyni haustið 1875 þar sem hann kynnt- ist Sigmundi Guðmundssyni sem hann keypti síðar af Landsbankahúsið í Bakarabrekku (Bankastræti). Síðan vann Sigurður í Ísafoldarprentsmiðju hjá Birni Jónssyni síðar ráðherra (1846–1912) til ársins 1886. Árið 1884 keypti Sigurður Fjallkonuna af Valdimari Ásmundssyni eink- um til að styðja hann og hann var líka í vinfengi við Pál Briem, síðar amt- mann (1856–1904). Þessi kynni við Valdimar og Sigmund hafa sín áhrif á að hann tekur við fornaldarsagnaútgáfu þeirra. Enn örlagaríkari urðu þó ef til vill kynnin við Pál Briem sem að sögn Sigurðar hvatti hann til að gefa út Íslendingasögur þó að það verði ekki annað séð að það hafi verið hans eigin hugmynd og hugsjón að hafa þær „hræódýrar“ eins og hann orðaði það gjarnan. Sigurður hélt áfram bóksölu sinni og bókaútgáfu fram til 1929 þegar hann fluttist inn í Langholt (Kleppsholt) sem þá var sveit í nágrenni Reykjavíkur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.