Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2017, Side 121

Andvari - 01.01.2017, Side 121
120 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI Sögurnar fengu hver sitt bindi þótt afar misjafnar séu að lengd og þar af sá Valdimar um 36 (sjö bindi komu út árið sem hann lést) en Þórleifur aðeins tvö auk þess sem hann tók að sér þáttaútgáfuna sem fylgdi í kjölfarið (1904). Líklegt er að bindi Þórleifs hafi þegar verið tilbúin á vegum annarra prentara þegar útgáfan hófst og það skýri hans þátt í útgáfunni; þannig hefur Harðar saga (1891) formála sem er dagsettur 8. apríl 1886.32 Eins og sjá má á þessum lista eru í ritröðinni flestar þær Íslendingasögur sem nú teljast til hópsins, fyrir utan Droplaugarsonasögu, Króka­Refssögu og Gunnarssögu Keldugnúpsfífls. Enginn vafi er á að þessi fyrsta heildarút- gáfa sagnanna hefur haft allnokkur áhrif á hvernig flokkurinn er skilgreind- ur. Valdimar og Þórleifur fjalla hins vegar lítið sem ekkert um slík álitamál í formálum sínum þó að í þeim séu einatt sagt frá helstu handritum og útgáf- um sem nýtt voru. Í formála Egils sögu (bls. vi) rökræðir Valdimar þannig við þýska fræðimenn sem vilji „véfengja meira og minna flestar sögur vorar, og það jafnvel hinar beztu, svo sem Njálu og Egils sögu“. Þannig er það ein forsenda útgáfunnar að sögurnar séu ekki aðeins góðar heldur einnig mikil- vægar og trúverðugar sögulegar heimildir. Annað sem hamrað er á í for- málanum er að útgáfan sé ekki ætluð vísindamönnum heldur alþýðu. Eins og Valdimar segir í formála Landnámuútgáfunnar: „Þess er ekki að vænta, að útgáfa þessi fullnœgi þeim kröfum, sem vísindalegum útgáfum hlýða, sem eru tífalt dýrari. Hún er ætluð alþýðu, og henni á hún að geta orðið að notum.“ Í Þjóðólfi 11. nóvember 1892 eru Egils saga boðin á 1,25 krónur og Hænsa­Þóris saga á 25 aura og fylgir þessi texti í kjölfarið: „Alþýðu-útgáfan af Íslendinga-sögum hefur þegar fengið hin beztu meðmæli margra góðra manna. … Íslendinga-sögur eiga vini í öllum stéttum manna. Hjá hinum hálærðasta vísindamanni sem hinum fáfróðasta smalaþúfu-þjóni njóta þær ástar og aðdáunar.“ Nú er enginn dómari í eigin sök en viðtökur útgáfunnar voru greinilega góðar. Benedikt Gröndal hæðist þannig að Hinu íslenzka bókmenntafélagi í Fjallkonunni 26. október 1899 og segir Sigurð hafa af- rekað það á nokkrum árum sem hinu virðulega félagi hafi ekki dugað ára- tugirnir til. Margar sögurnar voru endurprentaðar 1909-1913 og síðan endurútgefn- ar á vegum Sigurðar 1920-1931 í nýrri heildarútgáfu þar sem Benedikt Sveinsson alþingismaður (1877–1954) stóð fyrir nýjum texta margra sagn- anna og ýmis bindi í þeirri ritröð voru síðan endurprentuð 1945-1951. Þar sem bækurnar voru ódýrar slitnuðu þær margar upp og fyrri útgáfan er því heldur fáséðari en upplagið gæfi ef til vill tilefni til að ætla en sú seinni enn víða fáanleg. Að lokum eignaðist hún verðugan keppinaut í útbreiddri Íslendingasagnaútgáfu Guðna Jónssonar (1901–1974) í þrettán bindum, í svipuðu broti en heldur skrautlegri. Þær Íslendingasögur voru fyrst gefnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.