Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 128

Andvari - 01.01.2017, Page 128
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG SNÆVARR GUÐMUNDSSON Með stjörnur í augunum Af stjörnuglópnum Þórbergi Þórðarsyni Í Íslenzkum aðli segir af því hvernig félagar Þórbergs Þórðarsonar á Akureyri sumarið 1912 hæðast að honum þar sem hann situr og reykir úr gríðar- langri pípu sem hann hafði fest þar kaup á. „Hér og þar út um síldarplönin á Akureyri spunnust illkvittnislegar háðglósur og skopsögur um mig og píp- una“ skrifar Þórbergur og vitnar í almannaróm: „Og hvernig ætti nokkur kvenmaður að geta bundið trúss við svona stjörnuglóp. Þetta er bölvaður of- viti sunnan úr Hornafirði og hefur horn, ha, ha, ha! Horni pípuna tottar, ha- ha-ha-ha-ha-ha-ha! Hann kvað vaka reykjandi allar nætur yfir að hugsa um vetrarbrautina.“1 Viðurnefnið „stjörnuglópur“ er skemmtilega tvírætt og nær vel utan um þá sjálfslýsingu sem Þórbergur teiknar upp í skáldævisögunum Íslenzkum aðli og Ofvitanum. Orðið vísar hvort tveggja til áhuga Þórbergs á himinhvolfinu og þeim undursamlegu fyrirbærum sem þar ber fyrir augu á skýlausum vetrarkvöldum, sem og til þeirrar glópsku sem félagar hans þykjast sjá í háttalagi hans og í samskiptum hans við kvenfólk, sér í lagi við stúlkuna sem hann kallar elskuna sína. Himinninn og stjörnurnar gegna stóru hlutverki í skrifum Þórbergs. Hægt er að tala um margræða táknlega merkingu þar sem þessi fyrirbæri tengjast skáldskapnum og ástinni með órjúfanlegum hætti. Þórbergur kynnir þessa táknlegu samþættingu himins, skáldskapar og ástar í upphafi Íslenzks aðals þegar hann lýsir því hvernig það kom til að hann orti kvæðið fræga „Nótt“ í febrúarmánuði 1912, laust fyrir lágnættið, utandyra á Skólavörðustígnum.2 Það var sjálfur himinninn sem veitti honum innblástur enda bregður kvæðið upp mynd af himinhvelfingunni sem „ljómar svo hrein og heið / með há- tignardjásn yfir mannlífsins kvölum“ og hefur anda skáldsins „frá húms- ins veldi, / frá hrylling og nótt“, eins og segir í öðru erindi kvæðisins. Í Íslenzkum aðli er aðstæðum lýst þannig:3 Þetta kvöld var eitt af hinum fáu augnablikum þeirra tíma, er dásemdir him- insins gátu hafið sálina yfir þau rök menningarinnar, að hún væri grafin niður í bæjarkríli úr svipljótum blikk-kössum, opnum sorprennum, forarblautum moldarstígum, sem tengdu saman hreinleika hjartnanna. Það blakti ekki hár á höfði. Loftið var magnað suðrænni mildi, tærheiður himinn, tungl í fyllingu.4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.