Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 128
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG SNÆVARR GUÐMUNDSSON
Með stjörnur í augunum
Af stjörnuglópnum Þórbergi Þórðarsyni
Í Íslenzkum aðli segir af því hvernig félagar Þórbergs Þórðarsonar á Akureyri
sumarið 1912 hæðast að honum þar sem hann situr og reykir úr gríðar-
langri pípu sem hann hafði fest þar kaup á. „Hér og þar út um síldarplönin á
Akureyri spunnust illkvittnislegar háðglósur og skopsögur um mig og píp-
una“ skrifar Þórbergur og vitnar í almannaróm: „Og hvernig ætti nokkur
kvenmaður að geta bundið trúss við svona stjörnuglóp. Þetta er bölvaður of-
viti sunnan úr Hornafirði og hefur horn, ha, ha, ha! Horni pípuna tottar, ha-
ha-ha-ha-ha-ha-ha! Hann kvað vaka reykjandi allar nætur yfir að hugsa um
vetrarbrautina.“1 Viðurnefnið „stjörnuglópur“ er skemmtilega tvírætt og nær
vel utan um þá sjálfslýsingu sem Þórbergur teiknar upp í skáldævisögunum
Íslenzkum aðli og Ofvitanum. Orðið vísar hvort tveggja til áhuga Þórbergs
á himinhvolfinu og þeim undursamlegu fyrirbærum sem þar ber fyrir augu
á skýlausum vetrarkvöldum, sem og til þeirrar glópsku sem félagar hans
þykjast sjá í háttalagi hans og í samskiptum hans við kvenfólk, sér í lagi við
stúlkuna sem hann kallar elskuna sína.
Himinninn og stjörnurnar gegna stóru hlutverki í skrifum Þórbergs. Hægt
er að tala um margræða táknlega merkingu þar sem þessi fyrirbæri tengjast
skáldskapnum og ástinni með órjúfanlegum hætti. Þórbergur kynnir þessa
táknlegu samþættingu himins, skáldskapar og ástar í upphafi Íslenzks aðals
þegar hann lýsir því hvernig það kom til að hann orti kvæðið fræga „Nótt“
í febrúarmánuði 1912, laust fyrir lágnættið, utandyra á Skólavörðustígnum.2
Það var sjálfur himinninn sem veitti honum innblástur enda bregður kvæðið
upp mynd af himinhvelfingunni sem „ljómar svo hrein og heið / með há-
tignardjásn yfir mannlífsins kvölum“ og hefur anda skáldsins „frá húms-
ins veldi, / frá hrylling og nótt“, eins og segir í öðru erindi kvæðisins. Í
Íslenzkum aðli er aðstæðum lýst þannig:3
Þetta kvöld var eitt af hinum fáu augnablikum þeirra tíma, er dásemdir him-
insins gátu hafið sálina yfir þau rök menningarinnar, að hún væri grafin niður
í bæjarkríli úr svipljótum blikk-kössum, opnum sorprennum, forarblautum
moldarstígum, sem tengdu saman hreinleika hjartnanna. Það blakti ekki hár á
höfði. Loftið var magnað suðrænni mildi, tærheiður himinn, tungl í fyllingu.4