Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 133

Andvari - 01.01.2017, Page 133
132 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG SNÆVARR GUÐMUNDSSON ANDVARI „Upp um þennan glugga skulum við horfa saman á Síríus seinna í vetur“ Sjáið þér! Þessi stóra stjarna þarna neðarlega á kortinu, teiknuð með rauðu, heitir Síríus. Á íslenzku kalla þeir hana Hundastjörnu. Það á víst að vera af því, að hún er í stjörnumerki, sem heitir Stóri hundurinn. Hún er fegurst allra stjarna á norðurhveli himins. Hún er ákaflega falleg. Hún glitrar í hvítum og bláum, grænum, rauðum og gulum litum. Það er dásamleg sjón. En hún sést ekki á kvöldin fyrr en lengra líður út á, af því að hún er svo sunnarlega á hvelfingunni. Á ég að sýna yður hana einhvern tíma upp um þakgluggann hérna frammi á þurrkloftinu, þegar hún fer að koma við á kvöldin? Hún sést bezt þaðan. Við sjálfan mig: Þá kyssi ég hana.25 Þórbergur biður stúlkuna, sem hann síðar nefndi aldrei annað en elskuna, fyrir alla muni að kalla Síríus aldrei Hundastjörnuna: „Það er svo smekklaust“ og „sýnir þursaskap Íslendinga við fegurðina að geta kallað svona dásamlega stjörnu Hundastjörnu.“26 Þótt Þórbergur átelji hér Íslendinga sérstaklega skal bent á að Síríus, sem frá ómunatíð er björtust fastastjarnanna, hefur verið auðkennd sem Hundastjarnan í þúsundir ára og er þekkt sem slík í flestum tungumálum. Sem dæmi má nefna að í grískum goðsögnum var Stórihundur (merkið sem Hundastjarnan er kennd við) gjöf Seifs til Evrópu, hundurinn sem aldrei mistókst að veiða. Gríski ævisagnaritarinn Plutarch (46-120 e. Kr.) nefndi hana „leiðtogann“.27 Áfram heldur frásögnin af samtali þeirra um stjörnuhimininn með innskotum um tilfinningar Þórbergs sem færast sífellt í aukana eftir því sem hann horfir á fleiri líkamshluta stúlkunnar; fingur, augu, rjóða vanga, drifhvítar hendur. „Ó, guð, hvað ég elska þessa stúlku innilega!“ hugsar hann með sér, en jafnframt (í beinu framhaldi): „Það var öll kvensemi hreinsuð burt úr mér. Ég var ekkert annað en tær ást. Þetta var áreiðanlega sú sanna ást“.28 Í textanum kallast fegurð stúlkunnar og fegurð Síríusar stöðugt á: „Síríus er fegursti himinlíkami, sem auga manns er lánað að sjá á næturhimni norð- ursins. Og þó er hann óralangt frá okkur. Vitið þér, hvað Síríus er langt í burtu?“ spyr Þórbergur og svarar: „Hann er svo langt í burtu að byssukúla, sem skotið væri á hann héðan úr þakglugganum, þyrfti meira en 700.000 ár til að komast til hans. Og samt er hann næst okkur af öllum fastastjörn- um, sem eru fyrir utan okkar sólkerfi.“29 Reyndar þekkjast nú á dögum tólf stjörnur nær en engin þeirra skín jafn skært og Síríus.30 Það skyldi ekki gleymast að sagan á sér stað snemma á 20. öld, áður en nálægð þeirra var uppgötvuð. Á svipaðan hátt má segja að stúlkan sé sú „fastastjarna“ sem stendur Þórbergi næst í heimi Ofvitans og Íslenzks aðals en er um leið svo
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.