Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 135
134 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG SNÆVARR GUÐMUNDSSON ANDVARI
hafa opnað sér „mikið útsýni yfir lífið og tilveruna.“38 Það sem heillaði hinn
unga Þórberg einna helst voru:
lýsingarnar á sólinni og sólkerfinu, lögun jarðarinnar, snúning hennar um
sjálfa sig og hringferðir hennar kringum sól og hvernig stóð á skammdegi og
langdegi og jafndægrum, lýsingarnar á tunglinu og ástæðunum fyrir hinum
sífelldu útlitsbreytingum þess og skýringarnar á flóði og fjöru og sólmyrkvum
og tunglmyrkvum, hringferð frumefnanna og uppgufun vatnsins og úrkom-
unni og vegalengdunum milli hnattanna.
Þetta voru miklar opinberanir austur í Suðursveit upp úr síðustu alda-
mótum.39
Sennilega hafa mörg kvæða Einars hitt Þórberg í hjartastað einmitt vegna
þessa sameiginlega áhuga þeirra á himingeimnum og stjörnuskaranum. Í
kvæði Einars „Lágnættissól (Við Grímseyjarsund)“, sem birtist í ljóðabók-
inni Hafblik árið 1906, yrkir hann um það „logamálverk“ sem náttúran er
fær um að bregða upp á mótum lofts og lagar við sólsetur og í þekktu lokaer-
indi kvæðisins segir:
Minn hugur spannar himingeiminn.
Mitt hjarta telur stjörnusveiminn,
sem dylur sig í heiðlofts hyl.
Svo hátt og vítt mér finnst ég skynja.
Guðs veröld! Andans hlekkir hrynja
sem hjóm við þetta geislaspil.
Mér finnst ég elska allan heiminn
og enginn dauði vera til.40
Kristján Karlsson hefur bent á að Einar eigi sér einn fyrirrennara „sem aldrei
verður sniðgenginn, þegar vér íhugum hugmyndaheim og myndmál Einars.
Sá maður er Björn Gunnlaugsson.“41 Björn Gunnlaugsson (1788-1876) var
þekktur stærðfræðingur, stjörnufræðingur, landmælinga- og kortagerðar-
maður á nítjándu öld og kennari við Bessastaðaskóla í fjölda ára. Einnig
„lagði hann áherslu á að upplýsa almenning um náttúruvísindi, bæði í
bundnu máli og óbundnu.“42 Hinn þekkti kvæðabálkur Bjarnar Njóla telur
518 ferskeytt erindi og í honum „vefur hann saman margvíslega þræði trúar
og vísinda til þess að setja fram heildarkenningu um alheiminn og tilgang
hans.“43 Kristján Karlsson telur það vert rannsóknarefni „að athuga skuld
[Einars] við stjörnufræði Úrsins, sem lærisveinn Bjarnar Gunnlaugssonar,
Jónas Hallgrímsson, þýddi og eðlisfræði Fichers, sem Magnús Grímsson
þýddi undir beinni handleiðslu Bjarnar.“44 Slík rannsókn verður þó ekki gerð
hér en tengsl Einars Benediktssonar við hugmyndaheim Njólu er svo sannar-
lega spennandi rannsóknarefni.