Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Síða 141

Andvari - 01.01.2017, Síða 141
140 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG SNÆVARR GUÐMUNDSSON ANDVARI antíska hugsjón á heimkynni sín á himnum og líkist í eðli sínu skýjaborgum sem sífellt falla og eru endurreistar til þess eins að falla enn á ný. Í kaflanum „Fyrsta endurfæðing mín“ í Ofvitanum lýsir Þórbergur því þegar hugmyndir hans „um mismun kynjanna breyttust úr hlutlausri viðurkenningu á staðreynd í innfjálga kennd“. Áður en það gerðist höfðu hugsanir hans reikað „flestum stundum um hina skíru vegu skynseminnar“. Hann hafði að vísu fundið „til einhverra innri hræringa við lestur kvæða eða yrkingu rímna á göngum [sínum] úti um snævi drifna vetrarhaga. En það átti sér engan dýpri tón í vitund [hans], engan óendanleik, engan bláma, engan söng í þögninni“, eins og þar segir. Mestallur unaður lífsins var í landafræði, teikningum, mælingarlist, reikn- ingskúnst, hringrás frumefnanna. Þegar hugurinn þráði svolítið hliðarhopp út af daglegum leiðum skynseminnar, flýði hann til söngva minnar eigin raddar, upp á stjörnubjarta festinguna á heiðskírum kvöldum eða upp í klettana fyrir ofan bæinn, auðugasta listasafns aldanna.62 En þegar sá dagur kom loks yfir hann að „hin kaldræna viðurkenning á stað- reynd kynjanna breyttist í innfjálgan munuð“ og hann varð í fyrsta skipti ástfanginn af stúlku: Þá var eins og guð hefði skapað nýjan mann, nýjan ofvita og nýjan heim. Á fáum vikum var allt orðið nýtt. Hin gömlu hugðarefni hrunin eins og stjörnuhröp af himni sálarinnar. Engin landafræði lengur til, engin teikning, engin mælingarlist, engin reikningskúnst, engin hreyfing á hringrás frum- efnanna. Aðeins kvöldhiminninn og söngur minnar eigin raddar lifðu eftir. Og rósemi sálarinnar dáin.63 Þórbergur grípur ítrekað til myndmáls sem ættað er af himni; vonbrigði eru „stjörnuhröp af himni sálarinnar“. Um slíkt má finna ótal dæmi, eitt af þeim skemmtilegri er þegar hann veltir fyrir sér eðli mannlegra fýsna, í kaflanum „Nýtt líf“ í Ofvitanum, og spyr: „Hreyfast fýsnir okkar eftir líkum lögum og halastjörnur? Reika þær um inni í myrkrum hins óþekkta og blossa svo skyndi- lega á festingu sálarinnar, hverfa svo hljóðlaust og koma aftur eftir óratíma innan úr myrkrunum?“64 Þegar Þórbergur hefur gengið í gegnum þá reynslu sem lýst er í kaflanum um fyrstu endurfæðinguna „hófst stjörnufræðin til æðri dýrðar. – Stjörnuhiminn, – það var sá heimur, sem var ofar öllu mann- lífi, öllum ljóðum, ofar öllum meyjum „með húfu og rauðan skúf í peysu“.65 Endurfæðingin sem sprettur af hinum innfjálga munuði og beinir vitundinni að stjörnuhimninum hefur vitaskuld einnig þær afleiðingar að hugur Þórbergs fer að „hneigjast meira og meira að svo nefndum kenndarbókmenntum, fyrst lýriskum tregaljóðum, síðan að hvers konar rímuðu máli nema söguljóðum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.