Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 155

Andvari - 01.01.2017, Page 155
154 PÁLL BJARNASON ANDVARI hann, en ræktin öll minni af hálfu landa hans. Leiði Jónasar Hallgrímssonar týnt! En nú erum við að reyna að efna honum í minnisvarða. * * * Ekki er vitað af hverju Ágúst birti aldrei fyrirlesturinn á prenti. Hefðu þó verið hæg heimatök þegar hann var útgefandi og ritstjóri Iðunnar 1915- 22. Viðbætur og breytingar í handritinu gætu bent til þess að hann hefði síðar séð ástæðu til að endurskoða sumt í fyrirlestri sínum, meðal annars um Reykjavíkurstúlku Jónasar. Í grein sinni í Iðunni 1928 segist Indriði Einarsson hafa haldið „eins konar fyrirlestur um ástir Jónasar“ um það bil 20 árum fyrr (í tilefni af aldarafmælinu 1907?), en hafi þar rangnefnt eina stúlkuna. En „prófessor Ágúst Bjarnason gekk í að rannsaka málið og fann þá réttu, og eftir hann Matthías Þórðarson fornminjavörður.“6 Spássíukrot Ágústs er líklega afrakstur þeirrar rannsóknar og hver veit nema hann hafi bæði komið Indriða og Matthíasi á sporið? Spyrja má hvort fyrirlestur Ágústs, eins og hann birtist í handriti, breyti eitthvað vitneskju nútímafólks um Jónas eða bæti við hana. Síðan fyrirlest- urinn var fluttur árið 1901 hefur verið fjallað rækilegar um ævi Jónasar og skáldskap en nokkurs annars skálds okkar. Nú á dögum kemur því fátt á óvart í handriti Ágústs. Hins vegar hafði ekki verið áður fjallað svo opin- skátt um ástir Jónasar og hefur því þótt forvitnileg nýlunda, og fyrirlesturinn hlýtur að teljast merkur áfangi í rannsóknum á ævi og skáldskap Jónasar. Auk þess styrkir það sannleiksgildi sögunnar af kynnum Jónasar og Þóru að hún skyldi skráð um aldarfjórðungi áður en Matthías Þórðarson birti grein sína í Iðunni, og ef heimildarkonan er sú sama verður varla sagt að hún hafi verið „háöldruð“ árið 1901. Straumhvörf urðu í þekkingu fólks á Jónasi með útgáfu Matthíasar Þórðar sonar á ritsafni hans og ævisögu á 3. og 4. áratug síðustu aldar. Sumt er ónákvæmt og jafnvel missagt í skrifum bæði Ágústs og Matthíasar eins og gengur. En þar sem þá greinir verulega á, til dæmis þegar rætt er um ást Jónasar á Kristjönu Knudsen og um aldur Ferðaloka, samræmast skrif Ágústs að flestu leyti betur því sem nú á dögum er talið nær sanni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.