Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2017, Side 160

Andvari - 01.01.2017, Side 160
ANDVARI ÞÖGN OG SKRIFTIR Á HÓTEL SILENCE 159 Myndun öra er eðlilegur þáttur í því líffræðilega ferli sem á sér stað þegar áverkar á húð og öðrum vefjum líkamans gróa eftir slys, sjúkdóma eða skurð­ aðgerðir. Þar sem líkaminn getur ekki myndað nákvæma eftirmynd skemmda vefsins, verður nýi vefurinn með aðra áferð og eiginleika en óskemmda húðin í kring. Millifyrirsagnir eru hins vegar tilvitnanir í Svo mælti Zaraþústra þar sem Nietzsche lætur spámann boða komu ofurmennis, næsta stigs í þróun manns- ins, þar sem „[m]aðurinn er vaður sem strengdur er á milli dýrs og ofur- mennis“, „brú en ekki takmark“, eins og „örvar þrárinnar eftir bakkanum hinum megin“. „Ég elska þann sem elskar dyggð sína: því að dyggð er vilji til að farast og ör þrárinnar“, segir Zaraþústra í langri upptalningu á elsku- legum eiginleikum mannsins þegar hann „er í senn ferð og fall“.3 Ef til vill er Jónas Ebeneser slík ör þrárinnar. En um leið og Auður Ava fyllir bækur sínar af vísunum og táknum varar hún þó lesandann kankvíslega við því að rithöfundar eru ólíkindatól og að auðvelt er að villast á glapstigu við slíkar túlkanir. Þá er betra að hafa í huga orð skrásetjarans og atburðarásarstjórn- andans Perlu í Undantekningunni: Það hrjáir marga sem stunda ritstörf að hugsa of mikið um undirtexta. Rithöfundur setur ekki hreiður í skáldsögu nema það hafi merkingu. … En, bætir hún við og hikar andartak, þar sem líf þitt er hvorki skáldsaga né draumur, þá horfir málið öðruvísi við. – Hvernig þá? – Merkingarleysa.4 Þetta merkingarleysi lífsins takast bæði Nietzsche og Auður Ava á við, og í samræmi við lögmál þverstæðunnar finnst ljósið í myrkrinu, merking í merkingarleysunni, húmor í tragedíunni. „Ég ætlaði ekki að vera fyndin í þessari bók en það er svo tragíkómískt að vera manneskja,“ sagði Auður Ava í áðurnefndu viðtali. „Ég ætlaði að skrifa gegn myrkrinu. Húmorinn er þáttur í því að sættast við myrkrið.“5 Endurtekin þjáning Þjáningin er endurtekið efni í verkum Auðar Övu – og í raun má segja að endurtekningar séu hið síendurtekna efni í verkum hennar og mikið er um innri textatengsl í höfundarverki hennar. „Svanir skilja ekki“ heitir bók í smíðum í Undantekningunni (53), og vísar fram til titils á leikriti Auðar Övu sem var sett upp árið 2014 – og í danskan titil Undantekningarinnar, Svaner
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.