Andvari - 01.01.2017, Síða 160
ANDVARI ÞÖGN OG SKRIFTIR Á HÓTEL SILENCE 159
Myndun öra er eðlilegur þáttur í því líffræðilega ferli sem á sér stað þegar
áverkar á húð og öðrum vefjum líkamans gróa eftir slys, sjúkdóma eða skurð
aðgerðir. Þar sem líkaminn getur ekki myndað nákvæma eftirmynd skemmda
vefsins, verður nýi vefurinn með aðra áferð og eiginleika en óskemmda húðin
í kring.
Millifyrirsagnir eru hins vegar tilvitnanir í Svo mælti Zaraþústra þar sem
Nietzsche lætur spámann boða komu ofurmennis, næsta stigs í þróun manns-
ins, þar sem „[m]aðurinn er vaður sem strengdur er á milli dýrs og ofur-
mennis“, „brú en ekki takmark“, eins og „örvar þrárinnar eftir bakkanum
hinum megin“. „Ég elska þann sem elskar dyggð sína: því að dyggð er vilji
til að farast og ör þrárinnar“, segir Zaraþústra í langri upptalningu á elsku-
legum eiginleikum mannsins þegar hann „er í senn ferð og fall“.3 Ef til vill
er Jónas Ebeneser slík ör þrárinnar. En um leið og Auður Ava fyllir bækur
sínar af vísunum og táknum varar hún þó lesandann kankvíslega við því að
rithöfundar eru ólíkindatól og að auðvelt er að villast á glapstigu við slíkar
túlkanir. Þá er betra að hafa í huga orð skrásetjarans og atburðarásarstjórn-
andans Perlu í Undantekningunni:
Það hrjáir marga sem stunda ritstörf að hugsa of mikið um undirtexta.
Rithöfundur setur ekki hreiður í skáldsögu nema það hafi merkingu. …
En, bætir hún við og hikar andartak, þar sem líf þitt er hvorki skáldsaga né
draumur, þá horfir málið öðruvísi við.
– Hvernig þá?
– Merkingarleysa.4
Þetta merkingarleysi lífsins takast bæði Nietzsche og Auður Ava á við, og
í samræmi við lögmál þverstæðunnar finnst ljósið í myrkrinu, merking í
merkingarleysunni, húmor í tragedíunni. „Ég ætlaði ekki að vera fyndin í
þessari bók en það er svo tragíkómískt að vera manneskja,“ sagði Auður
Ava í áðurnefndu viðtali. „Ég ætlaði að skrifa gegn myrkrinu. Húmorinn er
þáttur í því að sættast við myrkrið.“5
Endurtekin þjáning
Þjáningin er endurtekið efni í verkum Auðar Övu – og í raun má segja að
endurtekningar séu hið síendurtekna efni í verkum hennar og mikið er um
innri textatengsl í höfundarverki hennar. „Svanir skilja ekki“ heitir bók í
smíðum í Undantekningunni (53), og vísar fram til titils á leikriti Auðar Övu
sem var sett upp árið 2014 – og í danskan titil Undantekningarinnar, Svaner