Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Síða 165

Andvari - 01.01.2017, Síða 165
164 AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR ANDVARI Ebeneser bregst við fréttunum um að Guðrún Vatnalilja sé ekki blóðskyld honum með því að láta húðflúra hvíta vatnalilju á brjóst sitt – með því að gera hana bókstaflega hluta af sínu holdi, sínu blóði. Við getum líka valið það hvernig við skilgreinum samband okkar við þá einstaklinga á flótta – börn sem fullorðna – sem leita skjóls hjá okkur þessa dagana. Munum við halda áfram að svara endurteknum vitnisburði þeirra í fjölmiðlum með þög- ulli endurtekningu á vélrænu ferli brottvísana, eða getum við axlað það að hlusta – og svara – af ábyrgð? Anne Whitehead segir í bókinni Trauma Fiction að skáldsagnahöfundar tjái áföll með texta sem líki eftir einkennum áfalla þannig að tímaröð og skipulag hrynur og frásagnir einkennast af endurtekningum og krókaleið- um.17 Þetta má sjá greinilega í skrifum Naju Marie Aidt um sonarmissinn. Hún kemur aftur og aftur að upplifun sinni á sjálfu áfallinu, stundinni þegar hún fréttir af banaslysinu, en frásögnin breytist örlítið í hvert skipti, verður ítarlegri, nær lengra, vinnur áfram úr atburðinum og afleiðingum hans. Þetta er óbærilegt en óhjákvæmilegt verkefni syrgjandans, eins og hún bendir á með tilvitnun í Roubaud: Dette billede viser sig for tusinde gang. med samme vedholdenhed. det kan ikke lade være med at gentage sig i det uendelige. med samme grådighed i detaljerne. jeg ser dem ikke svækkes. (17) Á sama hátt kemur Auður Ava sífellt aftur en á mismunandi hátt að þján- ingunni í höfundarverki sínu; trámanu við aðskilnað, svik, limlestingar og dauða. Þótt textinn í Ör sé ekki trámatískt brotakenndur, ekki í upplausn, ekki árás gegn tungumálinu eins og texti Naju Marie Aidt, þá fjallar hann líka um hið ómögulega en lífsnauðsynlega ferli að koma hinu ósegjanlega í orð, í flóknu samspili þagnar og skrifta, gleymsku og minningar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.