Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 48

Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 48
Brynhildur Björnsdóttir Rauð og hvít hjörtu sem fylla má með sælgæti og hengja á jólatré eða í greinar eru eitt það jóla- legasta sem um getur. Þessi hjörtu má bæði nota á fyrrnefndan hátt en líka er fallegt að nota minni útgáfur sem pakkaskraut eða jafnvel merkimiða. Jólahjörtun eru oftast í dönsku fánalitunum en fyrsta jólahjartað sem sögur fara af fléttaði Dani að nafni H. C. Andersen árið 1861 úr grænum og gulum pappír og setti ekki hanka. Það má auðvitað nota alls konar pappír og alla liti, þótt jólalitir eins og grænt, rautt, hvítt, gyllt og silfrað séu í uppáhaldi hjá jólaálfum. Best er að notast við skapalón þegar klippa skal út jólahjarta (sjá mynd). Hjartahelmingarnir geta verið annaðhvort með þremur örmum eða sjö, ef metnaður flétt- ara er alveg að fara með þá. Mælt er með að skera fléttuarmana með dúkahníf frekar en skærum svo þeir verði alveg þráðbeinir. Best er að byrja að flétta innst og svo færa sig út. Gott er að byrja á að æfa sig á venjulegum a4 blöðum en fikra sig svo áfram í fínlegri pappír. Hank- arnir eru límdir á síðast og mega vera úr alls konar efnum. Þá má líka skreyta hjörtun með glimm- eri, stimplum, límmiðum og öllu sem hjartað þráir. Þá er hjartagerð tilvalið fjölskylduföndur og gaman að merkja hjörtun með nafni þess sem fléttar og dagsetningu.  Hjörtun má svo að sjálfsögðu líka gefa í jólagjafir og jafnvel taka þau aftur ef gjafþeginn reynist ekki verðugur, eins og þeir Wham- bræður fengu að kenna á. Þolin- mæði er lykilatriði þegar flétta skal jólahjörtu en hún er verðlaunuð með gríðarfallegu jólaskrauti sem hægt er að draga fram árum saman. n Síðustu jól gaf ég þér skrjáfandi hjartað mitt Hér getur að líta skapalón fyrir pappírshjörtu. Pappírshjörtu eru dönsk í húð og hár og talið að H. C. Andersen eigi heiðurinn af því að klippa fyrsta hjartað út og gefa einhverjum. fréttablaðið/getty Rauður og hvítur brjóstsyk- ursstafur er óbrigðult tákn þess að jólin séu í nánd. Þetta piparmyntusælgæti á uppruna sinn í Þýska- landi en hefur sett mark sitt á jólahald víða, einkum í Bandaríkjunum, þar sem tíðkast að nýta hann á ýmsa óhefðbundna vegu. brynhildur@frettabladid.is Sagan segir að piparmyntustafur- inn hafi fyrst litið dagsins ljós hjá kórstjóra í Kölnardómkirkju árið 1670, sem vildi að börnin hefðu hljótt undir messusöng. Lausnin var að gauka að þeim góðgæti og til þess að halda í einhvers konar helgitengingu lét hann búa til sælgæti sem minnti á stafi fjár- hirðanna sem vitjuðu Jesúbarns- ins. Seinna varð stafurinn svo að gjöf frá börnum handa heilögum Nikulási sem gengur milli húsa og gefur börnum gjafir  í sokk og þarf þá að styðja sig við traustan staf. Piparmyntustafir eru oft hengdir á jólatré til skrauts en líka borð- aðir með bestu lyst í aðdraganda jóla. Algengast er að neyta sæl- gætisstafa beint úr hnefa en gómsætt pipar- myntubragðið getur auðgað ólíklegustu rétti og mælt er með að prófa allavega eitthvað af eftir- farandi: n Notið til að hræra í heitu kaffi eða kakói. n Vefjið tepoka utan um sælgætisstaf og hellið heitu vatni yfir. n Brjótið og setjið í súkkulaðibitaköku- deig eða brúnkur til að fá pipar- myntu í bragðdansinn. n Brjótið og sáldrið brotunum yfir bollakökur eða rjómaís. n Brjótið og blandið saman við brauðmylsnu og notið sem fyll- ingu í lambakjöt í stað myntu- sósu. n Einnig er það siður í Chicago og víðar í Bandaríkjunum að troða piparmyntustaf inn í súra gúrku og bíta í og þykir mörgum það mikið lostæti. n Með rauðhvítan Eitt albesta jólasælgætið kallast piparmyntubörkur hjá enskumælandi þjóðum. fréttablaðið/getty Piparmyntusúkkulaðibörkur með möndlum 900 g af súkkulaði að eigin vali, sumir vilja nota bæði dökkt og hvítt til helminga 12 meðalstórir piparmyntustafir 1 bolli ristaðar möndlur, mega alveg vera örlítið kryddaðar 1 teskeið piparmyntudropar 1/8 teskeið vanilludropar Setjið bökunarpappír í ofnskúffu. Skerið súkkulaðið í litla bita og bræðið fyrst dökka súkkulaðið annaðhvort yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Á meðan það er að bráðna brjótið stafina í litla bita, ekki samt alveg í mylsnu. Hellið dökka súkkulaðinu í ofn- skúffuna og kælið. Bræðið hvíta súkkulaðið á sama hátt og þegar það er bráðið blandið þá drop- unum, möndlum og piparmyntu- stöfum saman við. Hellið í og leyfið öllu að kólna á góðum stað, helst í kæliskáp eða frysti. Brjótið og njótið. staf í hendi Langar þig í skiptinám? Við bjóðum upp á skiptinám til fjölmargra spennandi landa og vorum að bæta úrvalið okkar til Suður Ameríku. Nýttu tækifærið til að hefja umsóknarferlið og fá þátttökugjöldin á snemmskráningarverði. Við bjóðum einnig upp á tungumálaskóla Enskuskóli í Englandi Enskuskóli í Wales Spænskuskóli Lestu meira á afs.is 26 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.