Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 76

Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 76
Hjónin Bergþóra Einars- dóttir og Eyjólfur Friðgeirs- son hafa verið með sölubás í Jólaþorpinu í Hafnarfirði svo árum skiptir, en þar hafa þau boðið upp á vörur frá Íslenskri hollustu, fyrir- tækinu sem þau reka, sem er staðsett í Hafnarfirði. gummih@frettabladid.is „Þetta er tíunda árið í röð sem við erum í Jólaþorpinu. Við höfum í mörg ár verið að selja vörur okkar á mörkuðum, til að mynda á jóla- markaði á Ingólfstorgi í Reykjavík í mörg ár. Við ákváðum svo að sækja um í Jólaþorpinu, enda við sjálf flutt í Hafnarfjörð og með fyrir- tækið okkar þar. Okkur fannst upp- lagt að vera í Jólaþorpinu og hefur líkað ákaflega vel að vera þar,“ segir Bergþóra, en Jólaþorpið var opnað þann 18.nóvember og verður opið allar helgar fram á Þorláksmessu. Spurð hvaða varning þau séu með á boðstólum í Jólaþorpinu segir Bergþóra: „Við erum með okkar hollustu- vörur. Við framleiðum bláberjasaft, krækiberjasafa og ýmsar sultur út íslenskum berjum, erum með þarasnakk og jurtir, kryddsalt í gjafapakkningum, te úr íslenskum jurtum og ýmislegt annað,“ segir Bergþóra, sem að mestu leyti sér um að standa vaktina í í sölu- básnum. „Fólk er mjög jákvætt fyrir þess- um vörum og það er alltaf virkilega gaman að vera í Jólaþorpinu. Það er vel sótt af Hafnfirðingum og manni finnst eins og fólk telji skyldu sína að kíkja við. Það er líka að koma fólk úr öðrum bæjarfélögum og það eru margir útlendingar sem leggja leið sína í Jólaþorpið. Þeir eru hrifnir af því,“ segir Bergþóra, en Jólaþorpið er staðsett á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar. Bergþóra segir að Jólaþorpið sé alltaf að verða stærra í sniðum. „Hafnfirðingar hafa lagt mjög mikið upp úr því að hafa Jóla- þorpið fallegt og það er alltaf verið að bæta í og hafa það skemmtilegra og betra. Það er ekki stórt en það er ofboðslega vel heppnað. Það er ekkert verið ofgera hlutunum þar.“ „Miðbærinn í Hafnarfirði er allt- af smekklega og fallega skreyttur. Sjálf búum við á Norðurbakkanum og það er sérstaklega gaman að keyra niður Reykjavíkurveginn og sjá alla ljósadýrðina í bænum. Maður saknar alltaf ljósanna þegar þau eru tekin niður í febrúar. Bærinn getur verið virkilega stoltur af því hvernig hann er skreyttur og svo hefur Hellisgerði bæst við. Það er mikill metnaður lagður í að hafa bæinn fallegan á þessum tíma,“ segir Bergþóra. Mikil vinna en skemmtileg Bergþóra stendur vaktina enn eitt árið í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Margir fastakúnnar koma Bergþóra segir stemninguna vera virkilega góða í Jólaþorpinu. „Margt af fólkinu sem kemur og verslar hjá okkur er fastakúnnar. Við höfum verið mjög dugleg að vera á svona útimörk- uðum og fólkið þekkir okkar vöru. Svo er líka fólk sem kemur bara og kaupir hjá okkur fyrir jólin af því það kaupir einhverja sérstaka vöru fyrir jólin. Það er gríðarleg vinna að taka þátt í þessu og að undirbúa, en á móti er þetta svo ánægjulegt. Þeir aðilar sem eru að selja vörur sínar eru allir að leggja sig fram um að gera vel og bjóða upp á skemmti- legar vörur. Þetta er mikil vinna en hún er skemmtileg og gefandi. Það er virkilega gaman að sjá fólkið og fjölskyldurnar þegar það kemur. Fólk er að koma með börnin sín, fylgjast með skemmti- atriðum, sjá jólasveinana, Grýlu og Leppalúða og dansa í kringum jólatréð. Mér fannst sérlega gaman þegar leikskólarnir í Hafnarfirði voru að koma þar sem krakkarnir fengu að skreyta lítil jólatré. Í kjölfarið komu svo foreldrar þeirra, afar og ömmur og frændur og frænkur til að skoða. Þetta skapaði aðdráttarafl fyrir Jóla- þorpið og umferðin um það varð meiri,“ segir Bergþóra. n Hafnfirðingar hafa lagt mjög mikið upp úr því að hafa Jóla- þorpið fallegt og það er alltaf verið að bæta í og hafa það skemmtilegra og betra. Bergþóra Einarsdóttir brynhildur@frettabladid.is Það er í sjálfu sér einfalt að gera glassúr, nóg að sulla saman vatni, matarlit og f lórsykri þangað til blandan er búin að ná ákjósan- legri þykkt. En þegar skreyta á piparkökur skipta gæði glass- úrsins meginmáli upp á áferð og bragðgæði. Sitt sýnist hverjum um hvaða glassúr er hinn eini rétti svo hér eru þrjár mismunandi uppskriftir. Lúxusglassúr 2 stórar eggjahvítur 2 2/3 bolli sigtaður flórsykur Nokkrir dropar af sítrónusafa Gel matarlitur Eggjahvítum og 1 1/3 bolla af flór- sykri er hrært saman með gaffli. Afgangs flórsykurinn er þeyttur saman við með handþeytara þar til blandan er orðin stífþeytt. Stundum þarf að bæta meiri f lórsykri við til að gera blönduna þykkari. Að lokum er nokkrum dropum af sítrónusafa hrært saman við og matarlit að lokum ef vill. Ef þér er illa við að nota hráar eggjahvítur þá er hægt að hita blönduna í örbylgjuofni í 30-40 sekúndur en athugið að blandan má ekki verða heitari en 80°C. Kælið hana síðan aftur og breiðið rakan dúk yfir skálina á meðan. Sprautið síðan blöndunni á pipar- kökurnar með skreytingarpenna, plastpoka með örlitlu gati eða kramarhúsi. Kóngabráð Á ensku royal icing, er þekkt og gagnreynd í kökuskreytingum og til dæmis notuð á kransakökur. Hún virkar einnig vel á piparkökur og piparkökuhús 2 eggjahvítur 2 tsk. sítrónusafi 2 tsk. cream of tartar 330 g flórsykur Þeytið eggjahvíturnar með sítrónusafanum í smástund og bætið svo flórsykrinum og cream of tartar við og hrærið áfram. Það þarf að nota kóngabráðina um leið þar sem hún harðnar fljótt. Annars þarf að setja hana í loftþétt ílát. Það er mjög gott að setja plastfilmu yfir ílátið sem kóngabráðin er í þegar unnið er með hana. Drottningarbráð Kóngabráð með eggjahvítudufti, eða meringue powder, í stað eggja. 3 msk. eggjahvítu- duft 500 g flórsykur 6 msk vatn ½ tsk. sítrónusafi Blandið vatni, sítrónusafa og eggjahvítuduftinu saman og þeytið vel. Sigtið flórsykurinn og þeytið áfram þar til blandan er orðin nokkuð stíf. Og svo er bara að skreyta af hjartans lyst og leika sér með matarlit til að fá skemmtilega liti á glassúrinn. n UPPSKRIFTIRNAR ERU FENGNAR AF MOMMUR.IS Konungleg sykurbráð á kökurnar Konungleg sykurbráð hefur eggin fram yfir hina almennu og gefur svig- rúm til flóknari skreytinga. Góður glassúr er gulli betri þegar kemur að piparkökum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 54 FRÉTTABLAÐIÐ 2. desember 2022JÓL 2022
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.