Fréttablaðið - 03.12.2022, Síða 100

Fréttablaðið - 03.12.2022, Síða 100
Lárus er háður snuði eins og aðrir sígarett- um eða kaffi, notar það til að friða tómið innra og til að þrauka. BÆKUR Tugthúsið Haukur Már Helgason Fjöldi síðna: 453 Útgefandi: Mál og menning Kristján Jóhann Jónsson Tugthúsið er söguleg skáldsaga. Í slíkum verkum er sögulegu tímabili fylgt, í þessu tilviki er mikið vitnað í bréf, dagbækur og skýrslur af ýmsu tagi, en atvik eru tengd með skáld­ skap, gjarnan tilgátum sem brúa bil milli heimilda, eða þá að getið er í stærri eyður sögunnar. Í Tugthúsinu er mikið af tilvitn­ unum í skjöl sem virðast raunveru­ legar heimildir og eru það líklega oftast, en slík skjöl er hins vegar líka hægt að semja. Stundum segir sögumaður bein­ línis að hann gruni hitt og þetta en geti ekki verið viss. Efnistökin til fyrirmyndar Það er mögnuð hugmynd hjá Hauki Má að nota tugthúsið sem burðarás þessa ritverks. Hann hvikar aldrei frá þeirri ætlun sinni og stéttvísin bregst honum ekki. Bókin er sam­ felld raunasaga fátæks fólks sem var fangelsað, barið til bana og svelt í hel. Glæpir almennings voru oftast að taka mat ófrjálsri hendi þegar menn voru að dauða komnir. Fólk fjölgaði sér stöku sinnum án leyfis og það vildi ferðafrelsi. „Réttvísin“ svokall­ aða sat um þetta fólk, níddist á því, drap það viljandi og hélt því frá kjöt­ kötlunum með öllum hugsanlegum ráðum. Í ljósi tugthússögunnar birt­ ist svo viðbjóðsleg yfirstétt að hroll hlýtur að setja að venjulegu fólki. Efnistök Hauks Más eru til fyrir­ myndar í því sem að þessu lýtur. Nokkrir veikleikar eru á frásagn­ artækni. Í verkinu er sögumaður sem er mjög laustengdur verkinu og gerð þess. Hann hefði þurft að „semja“ miklu betur. Það er nokkuð algengt í sögunni að umræðuefni fara af stað án þess að lesandi fái að vita hver talar eða hvað er að gerast, nafnafjöldi er mikill og mörgum sögum fer fram í senn, mis­ mikilvægum og hægt hefði verið að stytta. Þetta breytir ekki því að hér er einstæð ritsmíð á ferð og einmitt þess vegna hefði útgefandinn átt að leggja vinnu í ritstjórn og aðstoð við höfundinn. Kveður við nýjan tón Skáldsagan Tugthúsið gerist á um það bil hálfri öld, seinni helmingi 18. aldar og aðeins fram á þá 19. Margir hafa skrifað um þetta tíma­ bil, bæði skáldskap og fræðirit, en hér sýnist mér kveða við nýjan tón. Vonandi taka íslenskir sagn­ fræðingar áskoruninni og fjalla um þessa bók og þá mynd sem hér er dregin upp. Ég segi fyrir mig að ég hef aldrei haft mikið álit á yfirvöldum þessa tímabils á okkar fagra landi, en að embættismenn hafi upp til hópa verið jafn dæmafá úrþvætti og hér kemur fram, það vissi ég ekki. Sagan endar á hundadögum Jörundar og setur hann í skemmtilegt samhengi við það sem á undan er gengið. n NIÐURSTAÐA: Mögnuð lýsing á fátækt og réttleysi Íslendinga á seinni helmingi 18. aldar og við upphaf þeirrar 19. Hagsmuna- gæslu, fólsku og óþverraskap yfirvalda lýst af hreinskilni. Verst er þeirra réttlæti Snuð er fyrsta skáldsaga Brynjólfs Þorsteinssonar. Bókin var innblásin af tísti sem höfundurinn skrifaði stuttu áður en hann yfirgaf hið margumtalaða fuglaforrit Twitter. Brynjólfur Þorsteinsson er skáld og rithöfundur frá Hvolsvelli. Hann hefur sent frá sér tvær ljóðabækur, Þetta er ekki bílastæði 2019 og Son grafarans 2020. Snuð er hans fyrsta skáldsaga en bókin á sér nokkuð sérstakan aðdraganda. „Bókin byrjaði sem tíst, eitthvað um að það væri svo leiðinlegt að vera kominn alla leið í vinnuna og fatta að maður gleymdi snuðinu sínu heima. Á sama tíma var ég að lesa bók eftir Milan Kundera sem heitir Tjöldin, þar talar hann um skáldskap sem kafar ofan í hyldýpi brandarans. Sem er að halda áfram eftir pönslænið þar til það er ekkert fyndið lengur. Ég tók bara skyndi­ ákvörðun um að helga líf mitt næstu árin þessum hálfgildings brandara á Twitter,“ segir hann. Í kjölfarið kveðst Brynjólfur hafa tekið ákvörðun um að hætta á Twitter. „Ég tók ákvörðun um að eyða aðganginum mínum og beina öllu bjánalega dótinu sem ég gerði þarna á Twitter inn í skáldskapinn. Hún er ansi hress á köflum, bókin.“ Dagur í lífi Lárusar Hvað fjallar Snuð um? „Bókin gerist á einum degi í lífi fjölskyldu. Það er hann Lárus sem er að byrja sinn fyrsta vinnudag hjá S:lausnum, sem er dularfullt tækni­ fyrirtæki með vísindaskáldsögu­ ívafi og er meðal annars að þróa veruleikahermi í þeim tilgangi að kortleggja mannssálina svo það sé hægt að ráðskast með hana. Hann er að byrja að vinna í þessum veru­ leikahermi þegar hann áttar sig á því að hann gleymdi snuðinu sínu heima.“ Spurður um hvaðan snuðþörf Lárusar stafi segir Brynjólfur: „Lárus er háður snuði eins og aðrir sígarettum eða kaffi, notar það til að friða tómið innra og til að þrauka. Það kemur honum í tals­ verðan bobba að hafa gleymt því heima og hefur mjög neikvæð áhrif á fyrsta vinnudaginn.“ Er þetta eitthvað sem þú kannast við persónulega? „Nei, ég hætti á snuði á réttum tíma, sem betur fer, en maður þarf oft einhvers konar snuð til að komast í gegnum daginn. Kexið til dæmis, ég er mikið í kexinu.“ Finnst börn óhugnanleg Natan, sonur Lárusar, er mjög sér­ stök persóna. Hann stefnir á að verða tannlæknir sem fullorðinn og til að undirbúa sig fyrir það starf safnar hann tönnum annarra barna. „Barnæskan er óhugnanlegur staður og börn eru óhugnanleg, finnst mér. Ég er kannski einn um þá skoðun, það er yfirleitt talað um þau sem frekar æðisleg, en þau eru illkvittin. Þetta var mér svolítið hugleikið. Hann kom til mín bara sem rödd og ég setti mér þá reglu að skrifa kaflana hans í einni atrennu og ef ég náði því ekki þá var kaflinn ekki nógu góður. Þannig að ég var lengi að koma honum í gagnið,“ segir Brynjólfur og bætir því við að Natan hafi líklega verið erfiðasta persónan að skrifa. Önnur aðalpersóna bókarinnar er Þrúður, eiginkona Lárusar, sem er á leiðinni á prestastefnu án þess þó að vera prestur. „Hún er menntaður djákni en starfar samt ekki við það. Djáknar mega mæta á prestastefnu og þetta er fyrsta prestastefnan eftir emb­ ættistöku nýs biskups, Friðriku, sem er eins konar auglýsingastofu­ biskup. Þjóðkirkjan hefur tekið Framsókn til fyrirmyndar í bókinni og reynt að endurskilgreina sig fyrir nýja tíma. Þrúður er haldin ákveð­ inni þráhyggju fyrir þessum nýja biskupi,“ segir Brynjólfur. Gervigreind sálarlaust fyrirbæri Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Brynjólfur skrifar um trúarleg efni, en í síðustu ljóðabók hans, Syni grafarans, stigu meðal annars fram grafari og hundruð kirkjugarðs­ drauga. Afi Brynjólfs var prestur en hann segist þó ekki vera trúaður sjálfur. Er trú þér hugleikin í þínum skrifum? „Já, hún er það og Guð. Ég er nú ekki trúaður maður samt en það er eitthvað við skrifin, að maður fær­ ist einhvern veginn nær Guði með hverri bók.“ Á kólófón­síðu bókar innar kemur fram að tveir kaflar í Snuði hafi verið skrifaðir með hjálp gervi­ greindar. Spurður hvort um sé að ræða grín þvertekur Brynjólfur fyrir það. „Þetta er satt. Það er hægt að ná sér í gervigreind sem hjálpar manni með skrifin. Þeir kaflar eru skrifaðir út frá veruleikaheiminum í S:lausnum þannig að það er í rauninni gervi­ greind sem skrifar þá í söguheim­ inum líka, þannig séð. Mér fannst bara athyglisvert að prófa þetta og reyna. Það eru höfundar úti í heimi sem nota þetta mikið við að dæla út bókum. Ég myndi nú ekki mæla með því endilega, en það er samt óhugn­ anlegt hvað þessi gervigreind er fær um að skrifa fínan prósa.“ Brynjólfur kveðst þó ekki hafa áhyggjur af því að gervigreind muni taka af honum lífsviðurværið. „Ég er ekki sammála því að gervi­ greind geti gert listaverk betur en við. List er mannlegur hlutur á meðan gervigreind er sálarlaust fyrirbæri.“ n Færist nær Guði með hverri bók Brynjólfur skrifaði tvo kafla í Snuði með hjálp gervi- greindar, hann kveðst þó ekki hafa áhyggjur af því að gervi- greind taki af honum starfið. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is 68 Menning 3. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 3. desember 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.