Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 40

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 40
VAlv A í. árgattgur . 1. ársfjórðungur Ókunni maðurinn settist. „Áttu eitthvað handa okkur að snæða?“ spurði hann og sneri sér að konu sinni. Nú missti Matryóna alla stjórn á sér. „Mat! Víst á ég mat, en ekki handa ykkur, fylliraftar og svín! Þú fórst í kaupstað til þess að kaupa skinn í kufl, en kemur • heim aftur viti þínu fjær vegna drykkjuskapar og dregur á eftir þér nakinn flæking. Slíkir menn eiga ekki mat að fá!“ „Nú er nóg komið, Matryóna", sagði Símon. „Hafðu gát á tungu þinni, kona. Þér væri betra að vita, hvaða maður-----“. „Kannske þú viljir segja mér, hvað þú hefir gert við pening- ana?“ Símon tók upp þriggja rúblu seðilinn og fékk henni. „Hér eru þeir. Trifonof gat ekki borgað, en lofaði að gera það bráðum.“ Bræði Matryónu óx stöðugt. Sauðskinnskufl hafði hann átt að kaupa, en í stað þess kom hann heim með einhvern flækings- bjálfa. Hún þreif peningana og hreytti út úr sér: „Þið fáið engan mat hjá mér“, ekki get ég fætt alla drykkjuræfla í veröldinni." „Hættu, Matryóna,“ sagði Sím- on. „Hlustaðu fyrst á, hvað þessi maður hefir að segja------“ „Það er víst einhver vísdómur, 34 sem allsberir drykkjumenn hafa til málanna að leggja eða hitt þó heldur! Aldrei hefði ég átt að giftast þér. Línfötin, sem móðir mín gaf mér í heimanmund, drakkst þú upp. Nú áttirðu að kaupa skinnkufl, en hefir drukk- ið upp andvirðið!“ Símon gerði margar árangurs- lausar tilraunir til að koma tauti við konu sína, en mælgi hennar virtist vera óstöðvandi. Að lokum hafði hún þó rænu á að spyrja Símon hvar og hvernig hann hefði hitt ókunna manninn. „Það hefi ég nú alltaf verið að reyna að gera þér ljóst“, svaraði Símon. Síðan skýrði hann ná- kvæmlega frá, hvernig fundum hans og ókunna mannsins hefði borið saman. „Við verðum að veita honum húsaskjól og gefa honum að eta“, endaði hann mál sitt. Matryónu var enn ekki runnin reiðin og hún var komin á fremsta hlunn með að svara illu til. En áður en svo yrði gat hún ekki var- izt því að hugleiða ástand vesa- lings mannsins. Henni rann eymd hans til rifja og nú átti hún í harðri baráttu við sjálfa sig. Hún sagði ekkert, en Símon sá af svip. breytingunum á andliti hennar, hvernig henni var innan brjósts. „Matryóna", sagði hann stilli- lega, „elskar þú ekki guð?“ Um leið og Matryóna heyrði þessi orð varð alger breyting á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.