Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 47

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 47
7. árgangur . 7. ársfjórðungur \ \ li A ert ekki dauðlegur maður eins og við hin. Og ég get hvorki spurt þig né haldið þér lengur hér hjá okkur. En mig langar til að vita, hvers vegna þú brostir og birti yfir andliti þínu, þegar konan mín gaf þér fyrsta málsverðinn, hvers vegna þú brostir, þegar herramaðurinn bað okkur að smíða skóna og þú varðst bjartari yfirlitum en nokkru sinni fyrr, og hvers vegna þú brostir nú í þriðja skiptið og þessari skínandi birtu stafaði af ásjónu þinni? Segðu mér, Michael, hvers vegna þú hef- ir brosað í þessi þrjú skipti, og hvers vegna yfirbragð þitt varð svo undursamlega bjart.“ Michael svaraði: „Af andliti mínu stafar birta af því að guð hefir fyrirgefið mér afbrot mitt og tekið mig í sátt að nýju. Ég hefi brosað þrisvar sinn- um af því að guð lagði mér þá skyldu á herðar, að nema þrenns- konar lífssannindi, sem ég hefi nú tileinkað mér. Fyrstu sannind- in urðu mér ljós, þegar kona þín aumkaðist yfir mig og gaf mér að eta. Þá brosti ég í fyrsta skipt- ið. Önnur sannindin lærði ég þegar ríki maðurinn skipaði okk- ur að smíða handa sér skó. Þá brosti ég í annað sinn. Og nú, þegar ég sá litlu stúlkurnar, gerði ég mér grein fyrir þriðju sannind- unum. Þá brosti ég í þriðja skipti.“ „Hvers vegna refsaði guð þér, Michael?“ spurði Símon. „Og hver voru þessi sannindi, sem þú hefir verið að uppgötva?“ Michael svaraði: „Guð refsaði mér af því að ég sýndi honum óhlýðni. Ég var eng- ill á himnum og braut á móti boði guðs. Guð sendi mig niður til jarð- arinnar til þess að sækja sál konu nokkurrar. Ég flaug til jarðar og sá þar veika konu, sem var nýbúin að ala tvær litlar stúlkur. Þær lágu við hlið móður sinnar, en hún var of máttfarin til þess að geta lyft þeim upp að brjósti sínu. Þegar hún sá mig, skildist henni, strax, að guð myndi hafa sent mig til þess að sækja sál hennar. Hún fór að gráta og baðst misk- unnar. „Engill drottins!“ sagði hún. „Maðurinn minn dó af slys- förum fyrir viku síðan. Ég á hvorki systur, frænku né móður, þyrmdu lífi mínu vegna barnanna minna! Börn geta ekki verið án ástar og umhyggju foreldranna. Lofaðu mér að annast um börnin mín,“ Ég vorkenndi henni, og í stað þess að taka sál hennar, hag- ræddi ég börnunum við brjóst hennar og sneri síðan aftur til himna. Ég fór þegar á fund drott- ins og sagði: „Ég gat ekki tekið sál móðurinnar.Eiginmaður henn- ar lézt af slysförum fyrir viku síðan. Hún var nýbúin að eignast tvíbura og grátbændi mig um miskunn. „Börn geta ekki verið án ástar og umhyggju foreldr- anna,“ sagði hún. „Lofaðu mér að 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.