Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 41

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 41
i. árgangur . 1. ársfjórðungur VAKA hugarfari hennar. Hún setti taf- arlaust mat fyrir Símon og ó- kunna manninn og bað þá að neyta hans sem þeir hefðu lyst til. Ókunni maðurinn hafði setið hljóður meðan orðaskiptin milli Símonar og Matryónu fóru fram, en svipur hans hafði greinilega gefð til kynna, hversu sárt hon- um féllu þau. En nú fór að birta yfir svip hans. Matryónu, sem nú var full meðaumkunar með unga manninum, geðjaðist mjög vel að góðlega og drengilegu yfirbragði hans. Innan skamms ávarpaði hún hann: „Hvaðan ertu?“ spurði hún. „Ég er ekki hér úr nágrenninu.“ „Hvers vegna varstu á veginum í þessu ástandi?“ „Því get ég ekki skýrt frá.“ „Varstu rændur?“ „Guð refsaði mér.“ „Þú varst þar allsnakinn?“ „Já, allsnakinn og mér var sár- kalt. Símon sá mig og vorkenndi mér, og nú gefur þú mér mat og drykk. Guð mun launa ykkur.“ Matryóna sótti nú gamla skyrtu og buxur af Símoni og sagði unga manninum að klæða sig í. Síðan bjó hún um hann uppi á loftinu. Matryóna gat ekki sofnað, þó að hún væri lögzt út af við hlið bónda síns. Hún minntist þess, að síðasti brauðbitinn, sem til var á heimilinu, hafði verið borðaður fyrir skammri stund. En henni var ekki gremja í hug, þegar hún hugsaði til ókunna mannsins, heldur gladdist hún yfir því að hafa getað bugað góðu að bág- stöddum vesalingi. Þegar hún hafði legið vakandi langa hríð, ýtti hún við manni sínum, sem hún vissi að var einnig vakandi. „Símon!“ „Já?“ „Þið átuð síðasta brauðið áðan, og ég á ekkert mjöl til að búa til úr brauð. En ef til vill get ég fengið lánað brauð hjá Mörtu grannkonu okkar.“ „Ef okkur endist aldur til morg- uns, verða einhver ráð með það.“ Konan lá nú þegjandi litla stund og sagði síðan: „Hann lítur gæðalega út, en því ætli hann vilji ekki segja hver hann er?“ „Hann hefir sjálfsagt gildar ástæður fyrir því.“ „Símon!“ „Já?“ „Við gefum, en enginn gefur okkur. Hvernig stendur á því?“ Símon hafði ekki á reiðum höndum svar við þessari spurn- ingu. „Nú skulum við ekki tala meira“, sagði hann og sneri sér til veggjar. Þegar Símon vaknaði morgun- inn eftir, hafði kona hans fengið lánað brauð hjá grannkonunni. Ókunni maðurinn sat á bekknum 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.