Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 19

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 19
1. árgangur . 1. ársfjórðungur VAKA Sr> Sveinn "Vífeingnr: KorurjóOiir r IFornaldarsögum Norðurlanda er þannig sagt frá æsku og upp- vexti Örvar-Odds, að hann var fóstraður upp í Berurjóðri hjá á- gætum bónda, þeim er Ingjaldur hét. Svo bar við eitt sinn, er Odd- ur var vaxinn, að seiðkona ein eða völva, er Heiður nefndist, kom að Berurjóðri í boði Ingjaldar. Hún var margfróð, og sagði fyrir forlög manna og veðráttufar. Ekki var Oddi gefið um spár hennar, og kvaðst eigi hlýða mundu slíku fleipri. Þó kom þar um síðir, að völvan spáði einnig fyrir Oddi, og mælti til hans á þessa leið: „Þat er þér at segja, Oddur, sem þér má þykkja gótt at vita, at þér er ætlaður aldur miklu meiri en öðrum mönnum. Þú munt fara land af landi og þykkja þar ávallt mestur, er þá kemur þú, því at vegur þinn mun fara of heim allan; en aldrei ferr þú svá víða, at hér skalt þú deyja at Berurjóðri. Hestur stendur hér við stall, föxóttur, grárr at lit; hauss hans Faxa skal þér at bana verða.“ Þegar Oddur hafði heyrt spá þessa, brást hann æfur við, bað völuna mæla kerlinga aumasta og laust hana nasahögg, svo þegar lá blóð á jörð. Eftir það gekk Odd- ur út og með honum Ásmundur fósturbróðir hans, son Ingjaldar. Tóku þeir hestinn Faxa og leiddu burt með sér af bænum. Síðan grófu þeir gröf eina mikla og djúpa, hjuggu Faxa og létu þar í koma hræ hans; færðu síðan á ofan steina stóra, og urpu haug yfir. Þá mælti Oddur: „Þat hygg ek, at rennt hafi ek nú þeim sköpum at Faxahöfuðið muni mér at bana verða,“ og gekk heim síðan. Litlu síðar fóru þeir fóstbræður burt frá Berurjóðri og lögðust í víking. Fór Oddur víða um lönd, svo sem frægt er orðið, barðist við tröll og óvætti og hafði hvar- vetna frægð og sigur, en aldrei kom hann að Berurjóðri. Líða nú ár fram, og gjörðist Oddur gam- all og sat nú um kyrrt, en hafði þó ríki mikið og mannaforráð. Þá grípur hann skyndilega einkenni- leg óró. Hann býr út leiðangur, og kemur skipum sínum við Noregs- strönd. Og er þeir koma fyrir Berurjóður, er sem hulin hönd bendi honum heim á æskustöðv- arnar, þar sem örlögin bíða hans. Hann skipar að lægja seglin, og gengur á land. Og er hann kemur 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.