Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 28

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 28
VAKA 7. árgangur . 7. ársfjórðungur annað sjáanlegt en sambúð Dana við hið þýzksinnaða fólk, sé sæmi- lega vinsamleg og góð. En er kynnin verða nánari, kemur hitt og í ljós, að undir niðri fer fram dagleg barátta þeirra í milli. Barátta um jarðeignir, barátta um skoðanir í stjórnmálum, um uppeldi æskunnar, um manns- sálir. Þessi viðureign fer fram undir margvíslegustu formum, allt frá opinberum áróðri blað- anna og niður í hin ógeðslegustu óhæfuverk og spellvirki er fram- in eru af nazistum á nætur- þeli. Þjóðverjar leggja t. d. mikið kapp á að kaupa danskar jarð- eignir og koma yfir á þýzkar hendur. Til þeirra hluta eiga þeir öfluga lánsstofnun, einskonar búnaðarbanka, sem stjórnað er frá Haderslev. En með hverri keyptri jörð og þýzkum ábúanda er von um vaxandi fylgi, aukið til- efni til að hafa uppi háværar kröfur um þýzka íhlutun og aukn- ir möguleikar til sameiningar við ríki Hitlers. Þó er þessi áróður líklega rek- inn einna harðast á vettvangi skólamálanna. Gagnvart hinu þýzklundaða fólki landsins er fræðslulöggjöf Dana furðulega frjálsleg. Auk hinna dönsku barnaskóla er í hverjum kaupstað Suður-Jót- lands þýzkur skóli, með þýzku sem kennslumál, fyrir þá íbúa, er slíkt fyrirkomulag kjósa, vitan- 22 lega kostaður af danska ríkinu. Vandamönnum þeirra barna, er þá skóla sækja, er í sjálfsvald sett, hvort þeir vilja láta kenna börnunum dönsku í skólunum, auk þýzkunnar, eða ekki. Úti á landinu fer kennslumál skólanna eftir því, hvort málið meiri hluti fólksins í fræðsluhér- uðunum talar, en óski tíundi hluti íbúanna, þeirra, sem hafa börn á framfæri, eftir kennslu á öðru máli, þ. e. þýzku, eru jafnan gerð- ar ráðstafanir til að fullnægja þeim tilmælum með stofnun þýzkra skóla. Þess vegna er mál- um svo háttað, að jafnvel í smá- þorpum eru oft tveir skólar, danskur og þýzkur. Auk þess eru í I stærri bæjum framhaldsskólar fyrir hinn þýzka minnia hlut Kennarar þeirra eru þýzk-mennt- aðir og kostar danska ríkið þá kennara til fullnaðarnáms í Þýzkalandi. En auk allra þessara hlunn- inda, er þýzki minni hlutinn nýt- ur, er og fullkomlega leyfilegt að stofna þýzka einkaskóla. Þeir skólar njóta styrks frá danska ríkinu, en þó því aðeins, að nem- endur hvers séu ekki færri en tíu talsins.Árlegur styrkur danska ríkisins til slíkra skóla er um 50 kr. á hvern nemenda. — Síðan nazistar komust til valda, hafa þvílíkir skólar sprottið upp unn- vörpum norðan landamæranna, enda eru þeir eitthvert bezta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.