Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 101
7. árgangur . 7. ársfjórðungur VAKA
Margt er skrítið
í amerísku blaði er sagt frá því að
maður kom æðandi snemma morguns út
úr gistihúsinu sem hann bjó í, með yfir
frakkann sinn á handleggnum en vatns-
glas í hendinni. Hann hljóp sem fætur
toguðu í áttina til járnbrautarstöðvar-
innar. Ástæðan fyrir því, að hann tók
vatnsglasið með sér, er ofur eðlileg.
Hann hafði látið tennurnar í það um
kvöldið en um nóttina hafði vatnið
frosið í glasinu svo að hann náði ekki
tönnunum úr því, og mátti ekki vera að
því að bíða þar til ísinn bráðnaði.
Eftirfarandi saga er um hinn fræga
„Sherlock Holmes“-höfund, Sir Arthur
Conan Doyle. Einu sinni fyrir mörgum
árum fékk hann næsta einkennilegt til-
boð frá leikara, sem um þær mundir
lék eitt af minnstu hlutverkunum 1 einni
af sögum hans. Tilboðið var á þá leið, að
leikarinn, sem hafði 10 krónur á dag,
bauð skáldinu upp á það að þeir skiptu
til helminga samanlögðum tekjum þeirra
beggja það sem eftir væri æfinnar.
Conan Doyle skellihló að þessu og
afþakkaði tilboðið. En hefði hann gengið
inn á samningana, hefði hann án efa
grætt á því er fram liðu stundir, því að
sá sem sendi tilboðið, varð seinna heims-
frægur leikari. Það var Charles Chaplin,
Það er undravert, hve auðvelt er að
innvinna sér peninga á kostnað fjöldans
ef maður hefir aðeins dálitla hugmynda-
auðgi. Eftirfarandi smásaga er að visu
amerísk, en þó er hún ekkert sérstak-
lega lygileg
Maður nokkur setti svohljóðandi aug-
lýsingu í eitt af stærstu blöðum Ameríku.
„Sendið mér einn dollar nú þegar. —
James Jones, 433 Penthouse Street, New
York.
Um 225,000 lesendur urðu við tilmælum
hans og sendu einn dollar, auðvitað í
þeirri von að fá eitthvað merkilegt fyrir
hann. Er hægt að innvinna sér peninga
á auðveldari hátt?
Pren tmyndas to fa n
LEIFTUR
býr tii 1. f/okks prent-
myndir fyrir iægsta verð.
Hafn. 17. Sími 5379.
Verkin sýna merkin
Vaka skiptii* vid Leifíur.
Prentmyndir afgreiddar um allt land gegn póstkröfu.
^5