Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 10
VAKA 1. argangur . í. ársfjórðungur
Vér þurfum ekki að fara í grafgötur um, hvern enda harðvítug
stéttabarátta og hóflausar deilur um völd og metorð í þjóðfélaginu
muni fá. Og það orkar heldur ekki tvímœlis um afleiðingar þess,
þegar farið er að sœkja fyrirskipanir til erlendra valdhafa um það,
hvernig leysa skuli innbyrðis vandamál íslendinga. Allar Sturlunga-
aldir enda á einn og sama veg: Ríkið líður undir lok, þegnarnir glata
frelsi sínu og menning þeirra er drepin í dróma.
Á yfirstandandi tíma hvilir ískyggilega dökkur skuggi nýrrar
Sturlungaaldar yfir þjóð vorri. Óbilgirni landsmálabaráttunnar,
árekstrar stéttanna og starfsemi hinna föðurlandslausu byltinga-
manna á sitt ófagra fordœmi i sögu fyrri Sturlungaaldar. En sagan
— reynsla þjóðarinnar og samvizka — hefir kveðið upp þungan áfell-
isdóm um þetta. Þess vegna hljótum vér að œtla í lengstu lög, að allur
þorri þegnanna taki höndum saman til verndar sínum helgustu rétt-
indum, frelsinu. Að fólkið sjálft skipi sér í sterka fylkingu, sem af
þjóðernislegum ástœðum leggi innbyrðisskoðanamun á hilluna, en
vinni einhuga að því, að íslendingar megi um öll ókomin ár verða
stjórnarfarslega, fjárhagslega og menningarlega sjálfstœð þjóð.
VÖKU, hinu nýja tímariti um þjóðfélags- og menningarmál, er
nú kemur fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn, er mörkuð megin-
stefna í samrœmi við þcer staðreyndir, sem vakin hefir verið á athygli
hér að framan. VAKA telur persónufrelsi og þingræði œskilegustu
hyrningarsteina þjóðskipulagsins, enda heilbrigðs menningarlifs að-
eins að vœnta í þjóðfélagi, sem reist er á þeim grunni. — Að vísu er
þess eigi að dyljast, að misnota má frelsi lýðrœðisins, og verður því
atriði vœntanlega gerð nokkur skil hér i ritinu síðar. — Þar eð VAKA
vill vernda núverandi þjóðskipulag, tekur hún að sjálfsögðu afstöðu
gegn hinum erlendu ofbeldisflokkum, og vill af fremsta megni vinna
gegn hlífðarlausri flokka- og stéttabaráttu innan lands.
Þó œtlar VAKA sér víðtœkara hlutverk en halda uppi vörn-
um fyrir rikjandi þjóðskipulag og frœðslu um gildi lýðrœðisins fram-
yfir einrœðið. Þjóðfélags- og menningarmál yfirleitt mun hún láta
til sín taka, enda hefir fjöldi þjóðkunnra manna, sem með forystu fara
á ýmsum sviðum, heitið henni aðstoð sinni.
í þessum fáu inngangsorðum er ekki hœgt að gera ítarlega grein
fyrir stefnu VÖKU og viðhorfi til ýmissa vandamála líðandi stundar
á vettvangi félagsmálanna. Til skýringar á höfuðstefnu ritsins í því
4