Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 52

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 52
VAKA /. árgangur . 1. ársfjórðungur yfirfæra hana á aðstæður okkar og okkur sjálf. Með öðrum orðum, ef sundlaugin væri ekki til, þá gæti þjóðfélagið ekki treyst á ykkur sem jafn heilbrigt og upp- byggingarhæft fólk, eins og þið eruð með því að hafa hana. Það sýnir, að hún er réttur hlutur á réttum stað — að hún á rétt á sér. Þjóðfélagsbyggingin er nefni- lega til orðin fyrir þegnana, en þeir ekki til fyrir hana. Allt má þess vegna telja óþarft í þjóðfé- laginu, sem á engan hátt auðgar líf einstaklinga þess, eða kemur þeim að liði. Það verður þá eins og vankantur á listaverkinu — vankantur, sem höggva verður af. Þá er að líta á eðlistegund þess ávinnings, sem þið hafið haft af því að hrinda í framkvæmd þessu verki. í hverju er hann fólginn? „Við höfum lært að synda,“ munið þið svara. Og rétt er það, en þó er ekki nema hálfsögð sag- an. Þið hafið áunnið meira heldur en það að geta bjargað ykkur frá drukknun, þó að þið fallið út af bát eða bryggju. Fyrst og fremst stælir sundiðkunin líkama ykkar, lengir þar með lífið og gerir ykkur færari í flestan sjó, en þið áður voruð. Og síðast en ekki sízt: Þið hafið með byggingu þessa menn- ingartækis orðið aðnjótandi þeirr- ar gleði, sem hvert vel unnið verk gefur vinnendum sínum að erf- iðislaunum. Þið hafið séð eina af 46 hugsjónum ykkar rætast fyrir ykkar eigið framtak. Þið hafið vaxið í sjálfs ykkar og annarra augum og standið því betur að vígi heldur en áður, bæði til sókn- ar og varnar í lífsbaráttunni og menningarbaráttunni. Og þið haf- ið nú þegar sannað heiminum lið_ tækni ykkar og listfengi við bygg- ingu hins mikla mannvirkis ár- hundraðanna — þessa þúsund- handaverks, sem heitir þjóðfélag. Ég vil svo að síðustu gera ofur- lítið nánari grein fyrir því, hvað ég meina með þessum orðum mín- um — hvaða boðskap ég vil flytja ykkur með þeim: Ég hefi orðið þess var víða þar, sem ég hefi komið, að það er til allmargt af fólki, sem virðist hafa misst trú og skilning á þýðingu sína fyrir þjóðfélagið, og það oft einstaklinga, sem gáfna sinna vegna hefðu mörgum fremur get- að orðið góðir liðsmenn í hinu sameiginlega starfi þjóðarinnar, uppbyggingunni. Þetta fólk er líkast lausum perl- um, sem losnað hafa úr dýrindis festi. Sjálfar hafa þær enga þýð- ingu eftir að þær hafa losnað úr sambandi sínu, og festin sjálf er gölluð og götótt án þeirra. Þannig er það með þetta frávillta fólk. Hvað góður efniviður, sem í því kann annars að vera, þá verður það þó án þýðingar, þegar það hættir að þjóna hinum sameigin. lega tilgangi heildarinnar, því að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.