Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 76

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 76
YAKA 1. árgangur . 1. ársfjórðungur Við trúum á mátt okkar sem einstaklinga, en ekki síður á mátt sam- taka okkar. Við berum í brjósti óskir, sem efalaust eiga eftir að rætast, og aðrar, sem aldrei rætast, fölna og deyja. — Við erum metnaðargjörn, en jafn- framt hirðulaus á sumum sviðum, og lofum þá tilviljuninni að ráða. Við skiptumst í flokka og ljáum á- kveðnum stefnum fylgi okkar af hjart- ans sannfæringu, og við erum utan flokka — einnig af sannfæringu. — Við verjum málstað okkar grimmilega, ef á hann er ráðizt. En þrátt fyrir skoðanamun okkar, keppum við öll að sama marki, og höfum að mörgu leyti líkar lífsskoðanir. Við trúum á mátt okkar, á framtíðina og sigur þess góða. Orð Þorsteins Erlings- sonar getum við líklega öll gert að okkar eigin orðum: „Ég trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn að síðustu vegina jafni, og þér vinn ég,konungur,það sem ég vinn, og því stíg ég hiklaus og vonglaður inn í frelsandi framtíðar nafni.“ Eru þessi orð ekki eins og komin frá þínu eigin hjarta, þú ungi maður og þú unga kona?“ Axel Kristjónsson. .... Það er ekki langt síðan sam- vinnuhreyfingin hóf göngu sína á ís- landi, en þó er það svo langur tími, að vel má ráða gildi samvinnuhreyfingar- innar af þeirri reynslu, sem þegar er fengin. Fylgjendum hennar fer ört fjölg- andi, enda er samvinnustefnan stefna komandi tíma. Hún felur í sér það, sem gera þarf á ókomnum árum. Hún er stefna mannúðar og hugsjóna, fræðslu og framfara. Hún er stefna æskulýðsins, enda hefir hún í sér fólginn máttinn til þess að hrinda á brott drunganum og deyfðinni, sem ríkir í atvinnuvegum landsins. Undir hvítbláa fánanum á grundvelli samvinnustefnunnar, mun æskan vinna sína stóru sigra á sviði atvinnumála, menningar, friðar og frelsis." Ágúst Hólm. .... En er það rétt, að við unga fólkið vilium nota aukin lífsþægindi og félagslíf til þess að lifa svallsömu skemmtanalífi og vinna sem allra minnst? Nei, það tel ég ranghermi, enda þótt allmikið hafi borið á drykkjuskap meðal yngra fólksins. Vaxandi bind- indisfélagsskapur meðal æskunnar í skólum landsins bendir til þess, að æskan muni að lokum bera sigur úr býtum í baráttunni við Bakkus. Við unga fólkið viljum áreiðanlega ljá lið hverju nýtu og góðu málefni. Við viljum skapa aukna menningu ov félags- líf og meiri lifsþægindi, sem allir geta orðið aðnjótandi. Og það verður okkar hlutverk að hagnýta náttúruauðæfi landsins stórum betur en nú er gert.... Það er vissulega réttmæt krafa, að við unga fólkið látum mikið til okkar taka og látum ennþá meira eftir okkur liggja en næsta kynslóð á undan okkur, því að við höfum notið betri vaxtarskilyrða, meiri menntunar og betra aðbúnaðar á allan hátt.... Framtíðin getur verið björt framundan, þó að nú séu erfiðir tímar. Mörg verkefni bíða úrlausnar. Og það verður vafalaust okkar verk, unga fólksins, að leysa mörg þeirra til heilla fyrir okkur sjálf og ókomnar kynslóðir. En æðsta hlutverk æskunnar er að vernda sjálfstæði þjóðarinnar, stjórnar- farslega og fjárhagslega, persónufrelsi þegnanna og stjórnarfyrirkomulag lýð- ræðis og þingræðis.“ Bjarni Bjarnason. „.... Hvað víðvíkur afstöðu æskunnar til eldri kynslóðarinnar, verð ég að játa, að mér finnst unga fólkið ekki taka nægilegt tillit til þess eldra, og að það vilji gera frem- ur lítið úr leið- beinin'gum þess. Þetta er að sumu leyti eðlilegt. Nú ríkir annar tíð- arandi en fyrir 30—40 árum síð- an. Viðhorf og aðstaða eru ger- breytt. Þó ber æskunni nauðsyn til þess að taka tillit til þess, sem liðið er. Skylda hennar er að hagnýta sér reynslu horfinna kyn- slóða. Þar að auki hlýtur öll hagsýni að mæla með því. Reynsla og þekking und- angenginna kynslóða á að vera eins og orðabók, sem flett er upp í til þess að leita að einhverju, sem er óljóst ....
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.