Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 83

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 83
t. árgangur . 1. ársfjórdungur VAKA hver að baki, en þó er hljóðara um nafn hans en ástæða er til. Ef til vill er ástæðan sú, að Sigurður er allra höf- unda yfirlætisminnstur Hann hefir ekki vakið upp neina „lúsatík" eða birt langdregnar og klúryrtar lýsingar á sín- um eigin ástarþjáningum til þess að vekja með á sér athygli þeirra „bók- menntavina", sem skipa mönnum á skáldabekk eftir hæfileikanum til að beita ruddaskap í meðferð máls og efnis. En þó að segja megi að fremur hafi verið hljótt um nafn Sigurðar, hefir honum samt verið töluver^ athygli veitt. Ýmsir vel dómbærir menn hafa lokið lofsorði á sögur hans, enda á Sigurður Helgason tvímælalaust eitt af innstu sætunum á bekk þeirra manna, sem nú rita skáldsögur á íslenzka tungu. •— Hin- ar nýútkomnu sögur Sigurðar staðfesta fyllilega það, sem hinar fyrri gáfu til kynna: Að þessi höfundur er óvenju skarpskygn á mannlegt eðli og tilfinn- ingalíf. Hann gerir sér ijósá úrslitaþýð- ingu ýmissa dulinna, sálrænna raka fyrir ytri breytni og framkomu manna. Auk þessa býr Sigurður yfir ríkri athyglis- gáfu og spakri hugsun. Þarf því engan að furða, þó að persónulýsingar hans séu nákvæmar og sannar, enda stundum með fullkomnum ágætum. Sigurður segir vel frá. Hann ritar gott mál og látlaust, og hefir aldrei freistast til þess óyndisúrræðis að misþyrma ís- lenzku máli til þess að gera sinn rithátt frábrugðinn annara manna rithætti. Eigi að síður er Sigurður fullkomlega sjálfstæður í stíl og frásagnarhætti. — ísafoldarprentsmiðja gefur bókina út, og er frágangur hennar góðar, svo sem vænta mátti. Á síðastliðnu sumri kom til Reykjavík- ur erlendur skopmyndateiknari, Stefán Strobl að nafni. Hann hafði nokkra við- dvöl og teiknaði myndir af öllum „helztu" mönnum í bænum. Auk þess teiknaði hann skyndimyndir af flestum þeim, sem sóttu myndasýningu hans, en það var mikill fjöldi manna. í haust gaf ísafoldarprentsmiðja út safn af mannamyndum Strobl’s. Bókin nefnist Samtíðarmenn í spéspegli og hefir inni að halda myndir af sextíu körlum og konum, sem ýmist eru nafn- kunn um land allt eða í höfuðstaðnum og nánasta nágrenni. Hér verður enginn dómur lagður á þessar myndir, en óhætt mun að segja það, að flestir hafi gam- an af að virða fyrir sér andlit náungans í spéspegli Strobl’s. Nú hefir ísafoldarprentsmiðja gefið út söguna af Bombí Bitt, sem Helgi Hjörv- ar þýddi og las upp í útvarpið fyrir einu eða tveimur árum síðan. Sjálfsagt hafa stálpaðir drengir gaman af að lesa þessa sögu, því að hún segir frá æfintýrum og svaðilförum og er auk þess liðlega rituð. En eigi að síður á sú spurning fullan rétt á sér, hvort ekki sé alrangt að gefa út barna- og unglinga- bækur, sem ritaðar eru í sama eða svip- uðum „anda“ og þessi. Útgefendur barna- og unglingabóka ættu ávallt að ráðfæra sig við sérfróða menn á sviði uppeldismála um val bóka, sem þeir gefa út. — Þá verður og að teljast óviðeig- andi, ef höfundar eða þýðendur barna- bóka fylgja ekki lögboðinni stafsetningu. Stafsetningin er nógu erfið viðfangs, þó að ekki sé verið að gera leik til að tor- velda kennslu hennar. Ritháttur eftir framburði, eins og nokkuð ber á í þessari bók, miðar heldur ekki að því að létta börnum og unglingum stafsetningar- námið. Neró, dýrið í Opinberunarbókinni, móðurmorðinginn, brennuvareurinn og saurlífisseggurinn — þetta varmenni var- mennanna — hefir eignazt málsvara! Hvílík fjarstæða hefði það ekki ein- hvemtíma þótt að ætla sér þá dul að hnekkja smávægilegasta atriðinu í þeim þunga áfellisdómi, sem sagan hefir fellt yfir Neró, keisara Rómverja á ár- unum 54—68 e. K.! En þetta, og annað meira færist Arthur Weigall í fang og finnst ekki mikið til um. í bókinni Neró keisari, sem ísafoldarprentsmiðja hefir nú nýlega gefið út í íslenzkri þýðingu eftir Magnús Magnússon ritstjóra, dreg- ur hann upp nýja mynd af Neró og færir óneitanlega allsterk rök að því, að Neró hafi raunverulega verið allur annar en sagan hefir talið hann vera. — í stað vitfirrts söngvara, sem notar keisara- tign sína til þess að svala í ríkum mæii djöfullegri mannvonzku sinni, kynnumst við nú viðkvæmum, listhneigðum ung- lingi, sem hefir andstygfrð á blóðsúthell- ingum og elskar innilega þá konu, sem sagt er að hann hafi troðið til bana. Weigall er sem sagt ekki að leitast við að hrekja eitthvert eitt atriði í dómi sögunnar um Neró, heldur tekur hann sér fyrir hendur að kollvarpa þeim dómi, 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.