Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 42
VAKA í. árgangur . 1. ársfjórdungur
og horfði i gaupnir sér. Þegar
Símon hafði lokið við að klæða
sig, sneri hann sér að honum og
sagði við hann:
„Jæja, vinur, föt og fæði verður
sérhver maður að fá, en til þess
að geta orðið þess aðnjótandi
verðum við að vinna. Hvaða verk
kannt þú?“
„Ég kann ekkert verk“, svaraði
ókunni maðurinn. Símon varð
mjög undrandi, en svaraði þó:
„Sá, sem vilja hefir, getur lært.“
„Ég vil læra að vinna,“ svaraði
ókunni maðurinn.
„Hvað heitirðu?“
„Michael.“
„Jæja, Michael, þú ert sjálfráð-
ur um, hvort þú skýrir mikið eða
lítið frá þínum högum, en ef þú
vilt vinna, skal ég sjá þér fyrir
mat og húsaskjóli.“
„Guð launi þér! Ég vil læra,
kenndu mér.“
Símon tók nú að leiðbeina
Michael um einföldustu viðgerðir
á skóm. Og leið ekki á löngu þang_
að til hann hafði numið skósmíði
til hlítar, enda sýndi hann mjög
mikinn áhuga og ástundunarsemi
í starfi sínu. Ekki mælti hann orð
frá vörum, nema þess væri nauð-
syn og aðeins einu sinni hafði
hann sézt brosa: Kvöldið, sem
Matryóna gaf honum fyrsta máls-
verðinn. Hann fór naumast út
fyrir dyr kofans, enda átti hann
enga vini eða kunningja og virt-
36
ist heldur ekki kæra sig um að
eignast þá.
Þannig liðu vikur og mánuðir,
sem síðan urðu að árum. Michael
vann stöðugt hjá Símoni og varð
æ leiknari í starfi sínu. Símon lét
hann leysa af hendi öll vanda-
sömustu verkin og hann gerði það
svo vel, að hann varð víðkunnur
fyrir vinnu sína.
Vetur einn bar eitt sinn svo
við, að stór, skrautlegur sleði nam
staðar úti fyrir kofa Símonar. Of-
an úr ökumannssætinu sté ein-
kennisbúinn þjónn. Hann opnaði
dyr sleðans og út úr honum sté
karlmaður í forkunnar góðum
loðfeldi. Matryóna flýtti sér að
opna dyrnar og maðurinn í loð-
feldinum kom inn. Hann var mik-
ill vexti, virtist næstum því fylla
upp stofukytruna, sem þeir Símon
og Michael sátu í við vinnu sína.
Símon stóð upp úr sæti sínu,
laut ókunna manninum og horfði
undrandi á hann.
Ókunni maðurinn klæddi sig úr
loðfeldinum, settist á bekkinn og
spurði:
„Hvor ykkar er skósmíðameist-
arinn?“
„Ég, yðar hágöfgi,“ svaraði
Símon.
Þá hrópaði herramaðurinn til
þjóns síns:
„Halló, Fédka, komdu með
leðrið!"
Þjóninn kom inn með leður,
vafið upp í stranga.