Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 42

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 42
VAKA í. árgangur . 1. ársfjórdungur og horfði i gaupnir sér. Þegar Símon hafði lokið við að klæða sig, sneri hann sér að honum og sagði við hann: „Jæja, vinur, föt og fæði verður sérhver maður að fá, en til þess að geta orðið þess aðnjótandi verðum við að vinna. Hvaða verk kannt þú?“ „Ég kann ekkert verk“, svaraði ókunni maðurinn. Símon varð mjög undrandi, en svaraði þó: „Sá, sem vilja hefir, getur lært.“ „Ég vil læra að vinna,“ svaraði ókunni maðurinn. „Hvað heitirðu?“ „Michael.“ „Jæja, Michael, þú ert sjálfráð- ur um, hvort þú skýrir mikið eða lítið frá þínum högum, en ef þú vilt vinna, skal ég sjá þér fyrir mat og húsaskjóli.“ „Guð launi þér! Ég vil læra, kenndu mér.“ Símon tók nú að leiðbeina Michael um einföldustu viðgerðir á skóm. Og leið ekki á löngu þang_ að til hann hafði numið skósmíði til hlítar, enda sýndi hann mjög mikinn áhuga og ástundunarsemi í starfi sínu. Ekki mælti hann orð frá vörum, nema þess væri nauð- syn og aðeins einu sinni hafði hann sézt brosa: Kvöldið, sem Matryóna gaf honum fyrsta máls- verðinn. Hann fór naumast út fyrir dyr kofans, enda átti hann enga vini eða kunningja og virt- 36 ist heldur ekki kæra sig um að eignast þá. Þannig liðu vikur og mánuðir, sem síðan urðu að árum. Michael vann stöðugt hjá Símoni og varð æ leiknari í starfi sínu. Símon lét hann leysa af hendi öll vanda- sömustu verkin og hann gerði það svo vel, að hann varð víðkunnur fyrir vinnu sína. Vetur einn bar eitt sinn svo við, að stór, skrautlegur sleði nam staðar úti fyrir kofa Símonar. Of- an úr ökumannssætinu sté ein- kennisbúinn þjónn. Hann opnaði dyr sleðans og út úr honum sté karlmaður í forkunnar góðum loðfeldi. Matryóna flýtti sér að opna dyrnar og maðurinn í loð- feldinum kom inn. Hann var mik- ill vexti, virtist næstum því fylla upp stofukytruna, sem þeir Símon og Michael sátu í við vinnu sína. Símon stóð upp úr sæti sínu, laut ókunna manninum og horfði undrandi á hann. Ókunni maðurinn klæddi sig úr loðfeldinum, settist á bekkinn og spurði: „Hvor ykkar er skósmíðameist- arinn?“ „Ég, yðar hágöfgi,“ svaraði Símon. Þá hrópaði herramaðurinn til þjóns síns: „Halló, Fédka, komdu með leðrið!" Þjóninn kom inn með leður, vafið upp í stranga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.