Rökkur - 01.06.1931, Page 8
102
ROKKUR
„Stálhjálmafélögin“ og fleiri
slík félög legði mikla stund á
leikfimisæfingar og að auka
líkamsmenningu yfirleitt, en
hvernig hægt væri að nota með-
limi J)eirra félaga sem varalið
án vopna, væri sér ráðgáta.
„líerir nágrannaþjóða vorra
hafa öll nýtísku hernaðargögn,
en Þýskalandi eru allar bjargir
hannaðar i því efni. Bandaríkja-
lierinn skildi eftir firn af her-
gögnum í Frakklandi, af sum-
um liergagnategundum 100
sinnum meira en Þýskaland
hefir nú til umráða. Og þessar
hergagnabirgðir, sem Frakkar
fengu frá Bandaríkjamönnum
vilja Jíeir alls ekki telja með í
skýrslum sínum um þessi efni.
Að lýsa }>ví yfir, eins og' nú er
ástatt, að Frakkland geti ekki
hafið allvernlega afvopnun, er
brot á hátíðlega gefnum loforð-
um um að feta í fótspor Þjóð-
verja, að því er afvopnun snert-
ir.“
Þetta ástand hefir leitt til
J)ess, að þjóðernissinnar krefj-
ast þess, að Þýskaland segi sig
úr J)jóðabandalaginu, sem
raunverulega hafi engan áhuga
á því, að veruleg afvopnun
komist í framkvæmd, a. m. k.
ekki stórveldin, sem eru mestu
ráðandi í bandalaginu.
Merkur stjórnmálamaður.
Rökkur hefir áður getið- um
viðreisnarstarfið mikla, sem
unnið hefir verið í írlandi síðan
stjórnmálaerjunum við Breta
lauk og friður komst á í land-
inu. Margir góðir menn hafa
lagt þar hönd að, en líklega á
Irland engum manni þessa við-
reisnartímabils meira að þakka
en forseta frírikisins, sem nú
hefir verið við völd i liðlega átta
ár.
FjTsta starfið sem William
Thomas Cosgrave hafði með
höndum, var aðstoðarmanns-
starf í nýlenduvöruverslun, en
er frá leið fekk hann mikinn á-
huga fyrir stjórnmálum og
fylti flokk þeirra, sem höfðu
sjálfstæði írlands að marki.
Þegar svo skipaðist, að friríkið
var stofnað, urðu aðrir til að
taka við forsetastörfum, menn,
sem staðið höfðu í fylkingar-
brjósti frelsishetjanna, en fyrir-
rennara hans naut aðeins
skamma stund. Þ. 6. des. 1922
samj)ykti breska þingið og frí-
ríkisþingið til fullnustu stjórn-
arskrá fríríkisins, sem nú er
orðið eitt hinna öflugustu sjálf-
stjórnarríkja Bretaveldis.
Eins og kunnugt er varð á-
greiningur milli helstu manna
Irlands um þessi málalok. Ed-
mond de Valera vildi ekki fall-