Rökkur - 01.06.1931, Side 9

Rökkur - 01.06.1931, Side 9
R 0 K K U R 103 ast á þau, en Cosgrave fylgdi Arthur Griffith og Michael Co- lins að málum. Er fullnaðar- samþykt stjórnarskrárinnar var til umræðu á þinginu var de Valera aðalandmælandi hennar, en þrátt fyrir mælsku sína og eldlegan áhuga beið hann ósig- ur fyrir Griffith, Collins og Cosgrave. Er það á orði haft, hve rólyndur og rökfastur Cos- grave hafði verið í þeim orða- sennum. Griffith var fyrsti for- seti fríríkisins, en hans naut eigi lengi við, því hann andaðist þ. 12. ágúst 1921, og var Collins þá kjörinn eftirmaður hans. Collins og Griffith voru báðir í miklum metum hjá þjóðinni. En tiu dögum eftir að Collins var kjörinn forseti var hann myrtur. Cosgrave var þeirra minst kunnur meðal þjóðarinn- ar. Og er hann nú varð forseti beið hans þýðingarmesta starf- ið, að koma á friði i landinu og hefja viðreisnarstarfið. 1 fyrstu mátti heita, að alt væri í báli og brandi i landinu. Morð og önn- Ur hryðjuverk voru framin af andstæðingum stjórnarinnar, sem var það nauðugur einn kostur, að gjalda auga fyrir uuga og tönn fyrir tönn. Talið er, að í árslok hefði 50 uftökur farið fram, en tala Rólitískra fanga var orðin ca. 10,000. En nú var mótstaðan gegn stjórninni farin að lamast og í maí 1923 bauð de Valera fylgismönnum sínum að hætta mótspyrnunni. Frá þeim tíma hefir Cosgrave unnið af kappi að viðreisnarstarfinu, sem er svo vel á veg komið, að alheim- ur dáist að. Cosgrave er fæddur þann 6. júni 1880 í Dublin. Mentun hlaut hann í skóla hinna svo kölluðu „kristnu bræðra“. A unglingsaldri gerðist hann lýð- veldissinni og kom það snemma i ljós, að liann mundi verða nýtur maður, einkanlega var honum sýnt um fjármál. Var hann kosinn til þess að liafa með höndum fjárhagsleg mál fyrir flokkinn. Tók liann þátt i ýmsum skærum og orustum á meðan frelsisbaráttan stóð yfir og var lengi í flokki hinna rót- tækustu meðal lýðveldissinna. Hann var snemma kosinn á þing (Dail Eireann). Á síðustu árum hefir liann við öll þýðing- armikil tækifæri verið talsmað- ur landsins, á ráðstefnum, svo sem bresku alríkisráðstefnun- um, þingum þjóðabandalagsins o. s. frv. En það er fyrir vitur- lega leiðsögu lians í viðreisnar- málunum, sem Irland á honum mest að þakka. Og það er eng- um efa undirorpið, að saga Ir- lands mun geyma nafn Iians um ókomnar aldir, því fár eða eng-

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.