Rökkur - 01.06.1931, Blaðsíða 30
124
R 0 K K U R
að eg liefi meiri trú á landbún-
aðinuni en hann, ber meira
traust til hinnar uppvaxandi
kynslóðar í sveitunum, og efa
þess vegna ekki, að því fé, sem
varið er landbúnaðinum lil
styrktar, er vel varið — en H.
efast um þetta alt saman, hann
skortir trú á framtíð íslensks
landbúnaðar, liann lieldur, að
alt springi, ef landbúnaðurinn
er styrktur áfram svo sem ver-
ið hefir. Það sem eg hefi sagt
til styrktar minni skoðun, tek
eg ekki aftur, og allra síst það,
sem eg tók fram til að mótmæla
þeirri skoðun, að afskektar
sveitir eða einstakar jarðir í af-
skektum sveitum, mætti í eyði
leggjast.
Og eitt er víst, að úrskurði
framtíðarinnar verðum við að
lilíta, að því er þessi deilumál
snertir. En eg liika ekki við að
fullyrða, að undir svari fram-
tíðarinnar sé það komið, livort
hér á að búa sjálfstæð menning-
arþjóð í landinu eða ekki. Og
sú er trú mín, að svarið verði
bjartsýnismönnum í vil.
Molar.
Pólland tekur lán.
Pólska ríkiö tók nýlega lán hjá
eldspýtnahringnum sænska. Voru
einkasöluréttindi hringsins i Pól-
landi framlengd til ársins 1965.
Lánshupphæöin nemur liölega 34
milj. dollara. Vextir eru 6j4%.
Gengi 93.
Launalækkun
starfsmanna þýska ríkisins (6%)
gekk í gildi þ. 1. febrúar, og er
ráðgert, að launalækkunjjn gildi
þrjú ár frá 1. febr. aö telja. Launa-
lækkun þessi er fram komin,
vegna þess að ríkishagurinn krefst
hennar, en fjöldi ríkisstarfsmanna
eru óánægðir yfir lækkuninni og
er sagt, að margir þeirra hafi
gengið í öfgaflokkana, kommún-
ista- og Fascistaflokkana, enda
þótt starfsmönnum þýska ríkisins
sé bönnuð þátttaka í slíkum fé-
lagsskap.
Kosningarnar í Póllandi.
Kosningar fóru fram í Póllandi
um miðbik nóvembermánaðar og J
urðu úrslit þau, að Pilsudski yarð
enn fastari í sessi en hann var áð-
ur. Hefir hann verið mestur
áhrifamaður í Póllandi síðan i
heimsstyrjöldinni og alt af haft
sitt frarn. Úrslitin urðu þau, að