Rökkur - 01.06.1931, Side 32

Rökkur - 01.06.1931, Side 32
126 R ö K K U R en verkamennirnir vildu ekki leggja þaÖ á sig, að ganga þessa leið. Fjöldi manna, sem aldrei hef- ir séÖ fyrir sér, fær atvinnuleysis- styrki. I svona tilfellum er pening- unum, sem hinn vinnandi lýður landsins verður að greiða í ríkis- sjóð, varið til þess að ala letingja og dugleysingja í iðjuleysi. Chaulmoogra heitir trjátegund, sem vex í Asíu, og eru unnin úr henni efni., sem eru notuð vi'S framleiSslu lyfja viS holdsveiki. Tilraunir hafa léitt í ljós, að trjátegund þessi dafnar vel á Porto Rico. Er ráðgert að rækta þar trjátegund þessa í stórum stíl, því mikið er enn óunnið til þess að uppræta holdsveikina í Vestur- álfu. Nýr landstjóri í Ástralíu. Samkvæmt tillögum J. H. Scull- in, forsætisráöherra Ástralíu, hefir George V. Bretakonungur útnefnt Sir Isaac Alfred Isaacs, hæstarétt- ardómara í Ástralíu, landstjóra þar í landi. Útnefningin hefir tvöfalda þýðingu, í fyrsta lagi er Sir Isaac fyrsti Ástralíumaðurinn sem er út- nefndur landstjóri í Ástralíu, en hann er einnig fyrsti landstjóri breskrar sjálfstjórnarnýlendu, sem ekki er útnefndur beint af konungi. Kröfurnar um að landstjórar væri valdir úr nýlendunum sjálfum komu fyrst fram á bresku alríkis- ráðstefnunni 1926 og eins á al- ríkisstefnunni, sem haldin var í haust. Sir Isaac er 75 ára gamall. Hann varð hæstaréttarforseti í apríl s.l.,. en hafði verið hæstaréttardómari frá árinu 1906. Sir Isaac er fædd- ur í Melbourne. Andbanningafélag í U. S. A. Nýtt andbanningafélag var stofnað í haust í Bandaríkjunum. Hefir félagið deildir víðsvegar um landiö og voru stofnmeðlimir fé- lagsins taldir vera 3 miljónir. Einn forgöngumannanna er John Sullivan, forseti verkamannasam- bands New York (New York Federation of Labour). Kveður hann félagið munu leggja fram ákveðnar tillögur um bannlaga- breytingar innan skamms. Fyrst um sinn verður unniS aö því að safna öllum andbanningum undir merki félagsins. Bauðsföll af völdum bifreiðaslysa fara hvarvetna vaxandi. Skýrslur sýna, að börnum, sem eru aS leik- um á götum úti, er sérstaklega hætt, og er unnið af kappi aS því í ýmsum borgum, aS koma upp nýjum og stærri Ieikvöllum fyrir börn. Árin 1924—1928 biSu 1000 börn bana af völdum bifreiöa- slysa í London, en áriS 1929 346 börn á aldrinum 1—5 ára og 639 börn á aldrinum 5—10 ára.

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.