Rökkur - 01.06.1931, Side 36

Rökkur - 01.06.1931, Side 36
130 R O K K U R nema þann, sem kemur fram í bókalánum frá ríkisbókasafn- inu og yfirstjórn og leiðbein- ingum og hvatningum þaðan. T. d. sendir ríkisbókasafnið ræðu- menn út um alt rikið til að hvetja til stofnunar bókasafna, þar sem þau eru ekki. Danir veittu sér miklu léttara að koma skipulagi á bókasöfnin. Þeir lofuðu hverju smá-bóka- safni ofurlitlum ríkisstyrk, ef þau fullnægðu visstim skilyrð- um. Þeim kemur vel að fá þenn- an styrk, og þau vilja ekki missa liann. Þetta gerir þeim Ijúft að uppfylla þær kröfur, sem bókasafnsstjórnin gerir til þeirra, fyrst og fremst ]iá kröfu, að balda bókasafninu við, en selja ])að ekki eða láta það gufa upp, eins og sum lestrarfélög liafa gert, og það gerir miklu auðveldara en ella að stofna bókasöfn, þar sem þau eru ekki áður. Það er varla ofsagt, að Danir liafa stjórnað bókasöfn- um sinum mest með ])essum styrk. Vegna þessa styrks er bað, að þótt bókasafnakerfi Dana sé að ýmsu levti ekki eins fullkomið eins og kerfi Cali- forniumanna, þá er það víðtæk- ara, því það nær vfir alla Dan- mörku. Eftir því, sem næst verður komist*), eru bókasöfn *) Skýrslur, sem Pétur G. GuS- mundsson hefir safnað. í rúmlega % sveita hér á Iandi. Þau eru auðvitað víðast fremur ófullkomin, einkum vegna þess, að þau vantar fé. Þó hafa þau vafalaust gerf mjög mikið gagn og þau eru ekki allskostar slæmur grundvöllur að byggja á bókasafnakerfi. Þau sýna þó að minsta kosti, að í flestum sveitum er þörfin viðurkend, og ])að er fyrsta og stærsta at- riðið. Það væri liægt að um- mynda þau á fám árum með styrk, sem ekki munaði ríkið mikln að veita, og gagnið, sem þau gerðu, mundi margfaldast. Víða, og ekki síst í Ameríku, hefir verið kvartað um, að landbúnaðurinn ætti örðugt uppdráttar í samkepninni við aðra atvinnuvegi. Landbúnað- urinn hefir orðið á eftir öðr- um atvinnuvegum að afla sér tækja, sníða sér skipulag og berja út styrk og stuðning frá ríkisvaldinu til samkepninnar. Englendingar segja, að djöfull- inn taki þann aftasta. 1 Ame- ríku hefir landbúnaðurinn nú á siðari árum verið álíka langt á eftir öðrum atvinnuvegum, eins og sveitirnar hafa verið á eftir borgunum í bókasafna- málum. Það er líklegast engin tilviljun, að í Californíu er bú- skapurinn blómJegastur. Skvldi það ekki vera ávöxtur af þeirri menningu, því víðsýni og þeirri

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.