Rökkur - 01.06.1931, Side 48

Rökkur - 01.06.1931, Side 48
ROKKUR 142 eftirtekt um heim allan. Menn hafa undrast yfir því, að neyð- arástand sknli nú vera ríkjandi í þessu Gósen-landi, sem svo mikið hefir verið gumað af, þar sem allir áttu að liafa há laun og nóg af öllu. En Banda- rikjamenn gumuðu sjálfir mest af því, að þar í landi gæti verkamenn veitt sér ótal hluti, sem verkamenn i öðrum lönd- um gæti ekki veitt sér. Að vísu var mikið til í þessu. En hins- vegar verður að geta þess, að fjöldi manna lifði langt um efni fram. Ef menn gátu ekki eign- ast hlutina með öðru móti, þá keyptu menn þá með afborgun- um, og var farið alt of langt í því efni, fjöldi manna var i rauninni búinn að eyða launum sínum fyrirfram, á slíku var látlaust áframhald, því ])að var orðin lenska að kaupa altaf nýtt og nýtt, t. d. þegar menn höfðu eignast bifreið með af- borgunum var byrjað á nýjan leik, „gamla“ bifreiðin seld og nýtt „moder‘ keypt. En svona var það í mörgu öðru, þótt þetta sé nefnt til dæmis. Eyðslustefn- an var orðin svo víðtæk, að jafnvel fjöldi fólks, sem hefði átt að geta þolað langt atvinnu- leysi, ef það hefði farið skyn- samlega með fé sitt, stóð uppi slvpt og snautt. — í desember voru í New York borg einni nálega 60,000 fjölskyldfeður at- vinnulausir og aukningin ca. 500 á viku. Þrátt fyrir alt, sem gert hefir verið til að raða bót á atvinnu- leysinu og' neyðinni, hefir mið- að aftur á bak, en ekki áfram. En jafnvel Bandaríkjamenn eru að komast á þá skoðun, að framtíðarinnar vegna verði af- farasælast að lifa einfaldara hfi en lenska hefir verið vestra á undanförnum árum, því þótt orsakir kreppunnar séu víð- tækari en svo, að þessu verði um kent, þá er eyðslustefnunni hægt um að kenna, hve mikill fjöldi manna var illa undir vondu tímana búinn. Indlandsinálaráðstefnan. —o— VI. Indlandsráðstefnunni lauk mánudaginn 19. jan. Nefnd sú, sem liafði til meðferðar samn- ing stjórnarskráruppkasts fyr- ir Indland gerði grein fyrir störfum sínum. Ennfremur var samþykt á þessum fundi, að „gerðar verði ráðstafanir til þess að haldið verði áfram án tafa því starfi, sem hafið var með ráðstefnunni og unnið á henni“. En hvernig þessu framhalds-

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.